Samstarf

Teya fjár­festir í fram­tíð verslunar á Ís­landi

Teya
Í dag þjónustar Teya allt frá einyrkjum til þekktustu og stærstu fyrirtækja landsins og styður við þau á þeirra vegferð að þjónusta þeirra viðskiptavini.
Í dag þjónustar Teya allt frá einyrkjum til þekktustu og stærstu fyrirtækja landsins og styður við þau á þeirra vegferð að þjónusta þeirra viðskiptavini.

Þrátt fyrir að hafa verið leiðandi á íslenskum markaði í áratugi hefur Teya haldið sig í skugganum síðustu misseri og lítið farið fyrir fyrirtækinu út á við.

Á þessum tíma hefur áhersla verið lögð á uppbyggingu vinnustaðarins með frábæru fólki, með það að markmiði að veita bestu mögulegu þjónustu til viðskiptavina sem treysta á Teya á hverjum degi.

Í dag þjónustar Teya allt frá einyrkjum til þekktustu og stærstu fyrirtækja landsins og styður við þau á þeirra vegferð að þjónusta þeirra viðskiptavini. Það er krafturinn í þessum aðilum, sem þeir setja í rekstur sinna fyrirtækja, sem veitir gleði og hvetur Teya áfram til að gera það sem þarf að gera á hverjum degi. Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir það máli að Teya þjónusti viðskiptavini á þann hátt sem best hentar þeim - að hver og einn fái þá þjónustu sem hann þarf á að halda.

Teya vill skapa nálægð við fólkið sem er á kafi í eigin rekstri á hverjum degi, hvort sem það er í Reykjavík, á Akureyri, eða annars staðar á landsbyggðinni. Þannig öðlast fyrirtækið skilning á því hvernig við einföldum þeim lífið, hvaða tæknilausnir þurfa að vera til staðar og hvað það er sem þau þurfa hvað helst. Með því gerir Teya það sem flest fyrirtæki einungis lofa – hlustar á rekstraraðila með það að markmiði að skilja þarfir þeirra til þess að geta mætt þeim á sem bestan hátt.

Á árinu mun Teya kynna nýjar vörur til leiks sem munu meðal annars gefa fyrirtækjum aðgang að fjármagni á sanngjörnu og viðráðanlegu verði sem og gera þeim kleift að hafa yfirsýn yfir reksturinn þeirra í gegnum Teya appið hvar og hvenær sem er.

Fæstir átta sig á því hvað Teya gerir. Þú hugsar sjaldnast um það, þegar þú ert að borga fyrir leigubíl eða mat á veitingastað, hvað gerist frá því að posinn tekur á móti greiðslu þar til þú gengur út með vörurnar þínar – en þar liggur hlutverk Teya. Teya vinnur á bak við tjöldin allan sólarhringinn og sér til þess að hlutirnir virki, allt frá því að samþykkja greiðslur yfir í að tryggja að verslunareigendur fái greitt daginn eftir. Þetta hljómar kannski ekki spennandi – en það er það fyrir Teya. Þetta er mikilvæg og nauðsynleg þjónusta.

Teya hefur á síðustu árum stutt við íslenskt hugvit og íslenska frumkvöðla með því að fjárfesta í Dineout, Noona og Salescloud. Eitt af mest spennandi tækifærum Teya er að vinna með samstarfsaðilum sem meðal annars sérhæfa sig í ferðaiðnaði, þjónustu, og verslun svo dæmi séu nefnd. Þessi fyrirtæki eru lífæð hagkerfisins og það að búa til betri lausnir fyrir rekstraraðila í samstarfi við þessi fyrirtæki er eitt af lykilmarkmiðum Teya.

Yfirlýst markmið Teya er að veita bestu þjónustu landsins og styðja við fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum, hvort sem það felur í sér að taka á móti greiðslum eða styðja við reksturinn með öðrum hætti. Teya vill að tækifærin séu þau sömu fyrir öll og fjártæknilausnir séu aðgengilegar öllum. Til þess að þetta sé mögulegt þarf menningin hjá fyrirtækinu að vera framúrskarandi af því það er á endanum það sem skilar sér til viðskiptavina okkar. Þess vegna hefur Teya lagt áherslu á mannauðinn sem trúir á það sem Teya stendur fyrir og er stolt af því að þjónusta alla viðskiptavini þess. Starfsfólkið gerir okkur kleift að ná markmiðum fyrirtækisins.

Nú er Teya komið úr skugganum og tilbúið að láta ljós sitt skína. Teya á sér langa sögu á Íslandi en er á nýrri vegferð. Á þessari nýju vegferð hefur fyrirtækið breytt um nafn og útlit, en fyrst og fremst snýst þessi nýja vegferð um það hvernig Teya styður við viðskiptavini sína með þjónustu og tæknilausnum. 

Á komandi mánuðum og árum mun Teya halda áfram að kynna nýjar tæknilausnir sem allar hafa það meginmarkmið að fyrirtækjaeigendur geti einbeitt sér að því sem þeir gera best. Vonin er að styðja við fleiri og fleiri fyrirtæki á Íslandi, að fyrirtæki og einstaklingar kynnist Teya og finni hvað það er sem það stendur fyrir og af hverju. Af því að það sem Teya vill er það sama og svo mörg önnur – að byggja í dag þá framtíð sem við viljum sjá á morgun.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×