Íslenski boltinn

Ey­þór Wöhler á leið í KR

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Eyþór Aron í leik með ÍA gegn KR. Hann hefur nú náð samkomulagi við KR.
Eyþór Aron í leik með ÍA gegn KR. Hann hefur nú náð samkomulagi við KR. Vísir/Diego

Framherjinn Eyþór Aron Wöhler er á leið í KR samkvæmt öruggum heimildum Vísis. 

KR kaupir hinn 22 ára gamla Eyþór Aron af Breiðabliki og skrifar hann undir langtíma samning í Vesturbænum. Eyþór Aron gekk í raðir Blika fyrir síðasta tímabil eftir að hafa spilað einkar vel með ÍA sem féll þó úr Bestu deildinni. 

Eyþór Aron náði ekki að heilla þjálfarateymi Breiðabliks nægilega og var á endanum lánaður til HK á síðustu leiktíð. Eftir sigur Breiðabliks á Vestra í dag staðfesti svo Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, í viðtali við Fótbolti.net að Eyþór Aron væri á leið frá félaginu. 

Eftir því sem Vísir kemst næst var framherjinn gríðarlega eftirsóttur og tvö til þrjú lið í viðbót að reyna fá hann í sínar raðir. Hann ákvað á endanum að fara til KR sem skortir nauðsynlega menn í framlínuna eftir að Aron Sigurðarson og Hrafn Tómasson meiddust gegn Fylki í 1. umferð Bestu deildar karla.

Eyþór Aron á að baki 55 leiki í efstu deild hér á landi og hefur skorað í þeim 13 mörk. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×