Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Fjár­mála­stjóri Play segir upp

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, lætur af störfum að eigin ósk. Ólafur mun áfram sinna stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs þar til eftirmaður hans tekur við.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Töpuðu þremur milljörðum á fyrsta árs­fjórðungi

Tekjur PLAY á fyrsta fjórðungi ársins voru 7,6 milljarðar króna. Það er aukning um 66 prósent, borið saman við sama fjórðung í fyrra, þegar tekjurnar voru 4,6 milljarðar króna. Rekstarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og skatta var þó neikvæð um 2,9 milljarða á árshlutanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flugfreyjuhattar Icelandair frá tískurisanum Balenciaga fá nýtt líf

Einkennisfatnaður Icelandair hefur flogið út um allan heim. Hann hefur þjónað hlutverki sínu til fjölda ára og tekið á móti milljónum farþega um borð. Í fyrra var nýr einkennisfatnaður tekinn í notkun og sá gamli, sem hannaður var af Steinunni Sigurðardóttur, heldur nú ferðalagi sínu áfram í annarri mynd.

Lífið
Fréttamynd

Laumuðu fötunum með barna­bíl­stólunum og fá lægri bætur

Fjölskylda sem ferðaðist með flugi til Stokkhólms í Svíþjóð síðasta sumar fær um 14 þúsund krónur í bætur eftir að farangur þeirra skilaði sér seint á áfangastað. Fjölskyldan fór fram á mun hærri bætur vegna málsins, um 80 þúsund krónur, en þar sem fjölskyldan fór ekki að skilmálum með því að pakka fatnaði hennar ofan í poka með barnabílstólum urðu bæturnar mun lægri en farið var fram á.

Neytendur
Fréttamynd

Lítil eftir­spurn eftir hlutum Play

Áskriftir að fjárhæð 105 milljónum króna bárust í almennu hlutafjárútboði Play. Boðnir voru út hlutir að andvirði hálfs milljarðar og eftirspurnin því um tuttugu prósent. Áður höfðu borist bindandi áskriftarloforð frá núverandi hluthöfum og öðrum fjárfestum upp á 4,5 milljarða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja flug­völlinn nefndan í höfuðið á Trump

Guy Reschenthaler, þingmaður Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur lagt fram lagafrumvarp sem felur í sér að nafni Dulles-alþjóðaflugvallarins í Virginíu verði breytt í „Donald J. Trump-alþjóðaflugvöllurinn“. Demókratar á þinginu hafa hæðst að hugmyndinni.

Erlent
Fréttamynd

Wow lifir enn góðu lífi í undraheimi Roosevelt Edwards

Michele Roosevelt Edwards sendi páskakveðju frá Wow Air til fylgjenda sinna á LinkedIn í ár eins og hún hefur gert síðustu fjögur ár. Hún endurnýtir eldgamlar myndir og auglýsingar með kveðjunum. Þar að auki virðist hún hafa víkkað starfsemina út í veðreiðar með Wow Equine Services.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Styttist í að Nuuk fái nýjan alþjóðaflugvöll

Flugvallafélag Grænlands, Kalaallit Airports, hefur formlega gefið út opnunardag nýs alþjóðaflugvallar í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Stóri dagurinn verður eftir átta mánuði, 28. nóvember 2024. Þetta er fimm árum eftir að flugvallargerðin hófst og meira en árs seinkun frá upphaflegri áætlun.

Erlent