Fótbolti

Umspilið byrjar í október en klárast í nóvember

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi Sigurðsson og félagar spila gegn Rúmenum í október.
Gylfi Sigurðsson og félagar spila gegn Rúmenum í október. getty

Ísland mun mæta Rúmeníu í umspilinu langþráða um sæti á Evrópumótinu, sem fer fram næsta sumar, í október en þetta var staðfest á fundi UEFA í dag.

Upphaflega átti leikurinn að fara fram í mars og mótið sjálft í sumar en báðu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Leikirnir voru fyrst fluttir frá mars, fram í júní en nú er staðfest að þeir verða spilaðir í október.

Leikirnir munu fara fram í landsliðsgluggunum frá 8. október til 12. nóvember en Ísland mætir Rúmeníu í undanúrslitunum um sæti á EM næsta sumar. Vinni liðið þann leik mæta þeir annað hvort Búlgaríu eða Ungverjalandi í úrslitaleik um sæti á EM.

Áætlað er að leikurinn gegn Rúmeníu fari fram á Laugardalsvelli 8. október. Hafi liðið betur gegn Rúmenum fer úrslitaleikurinn fram erlendis, 12. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×