Innlent

Eitt nýtt smit greindist síðdegis

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Alls eru tólf virk smit á landinu og 443 í sóttkví samkvæmt tölum á Covid.is
Alls eru tólf virk smit á landinu og 443 í sóttkví samkvæmt tölum á Covid.is Vísir/Vilhelm

Eitt kórónuveirusmit greindist síðdegis í dag og er talið líklegt að það tengist hópsmiti sem kom upp vegna knattspyrnukonu sem kom til landsins frá Bandaríkjunum á dögunum.

Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir í kvöldfréttum RÚV í kvöld þar sem hann sagði tilfellið hafa greinst seinnipartinn, eftir að upplýsingafundur almannavarna í dag.

Fjórir einstaklingar höfðu greinst smitaðir í tengslum við umrætt hópslys og fjölmargir eru í sóttkví. Aðspurður um hvort að smitið nú síðdegis tengist hópsmitinu sagði Þórólfur það vera til skoðunar, en það væri líklegt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.