Viðskipti innlent

Fjölskyldustæði fyrir barnafólk

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hér má sjá fjölskyldustæðin sem sett hafa verið við verslun Krónunnar í Garðabæ.
Hér má sjá fjölskyldustæðin sem sett hafa verið við verslun Krónunnar í Garðabæ. Krónan

Forsvarsmenn Krónunnar vinna nú að því að fjölga svokölluðum fjölskyldustæðum fyrir utan verslanir fyrirtækisins. Eins og nafnið gefur til kynna er þar um að ræða bílastæði sem sérstaklega eru ætluð barnafólki og eiga að auðvelda foreldrum eða þunguðum konum að athafna sig við verslunarferðina.

Stæðin eru gul á lit og hafa þegar verið sett upp við flestar verslanir Krónunnar, að sögn markaðstjóra keðjunnar í Morgunblaðinu. Fjölskyldustæðin hafi verið prufukeyrð í Garðabæ og gefið svo góða raun að ákveðið var að setja þetta við allar verslanir Krónunnar þar sem þau hafa bílastæði til umráða.

Fjölskyldustæði sem þessi þekkjast víða, t.a.m. í Skandinavíu, og þá hefur Ikea í Kauptúni boðið upp á sambærileg stæði um nokkurt skeið. „Okkar stærsti markhópur er fjölskyldufólk. Við vildum auka þjónustuna fyrir þá sem eru með börn og ófrískar konur og bæta aðgengið,“ segir Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×