Erlent

Turn Notre Dame verður endur­reistur í upp­runa­legum stíl

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Eldur kviknaði í Notre Dame-dómkirkjunni þann 15. apríl á síðasta ári.
Eldur kviknaði í Notre Dame-dómkirkjunni þann 15. apríl á síðasta ári. Veronique de Viguerie/Getty

Turn Notre Dame-dómkirkjunnar í París, sem fór illa í bruna í apríl á síðasta ári, verður endurbyggður í sinni upprunalegu mynd.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti tilkynnti um þetta í gær, en í Frakklandi höfðu skapast miklar umræður um hvort turninn yrði endurbyggður í nútímalegri stíl. Sjálfur hafði Macron ýjað að því að hann væri hlynntur því.

Macron sagðist þá vilja sjá verkinu lokið fyrir 2024, en þá verða Ólympíuleikarnir haldnir í París.

Í tilkynningu frá frönsku forsetahöllinni sagði að helsta kappsmál Macron þegar kæmi að endurbyggingu turnsins væri að forðast í lengstu lög að tefja framkvæmdir og flækja þær. Ganga þyrfti frá málinu eins fljótt og auðið er.

Þá kom fram í tilkynningunni að hönnun nútímalegri turns væri talin geta tafið framkvæmdir.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hafði ýjað að því að hann vildi sjá turninn endurbyggðan í nútímalegri stíl. Nú er ljóst að ekkert verður af því.EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×