Golf

Bjarki Pétursson efstur eftir tvo hringi á Íslandsmótinu

Ísak Hallmundarson skrifar
Bjarki er efstur eftir tvo hringi í Mosfellsbæ.
Bjarki er efstur eftir tvo hringi í Mosfellsbæ. mynd/gsímyndir

Bjarki Pétursson, kylfingur úr GKG, er í forystusætinu að tveimur hringjum loknum á Íslandsmótinu í golfi. Mótið fer fram á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ.

Bjarki er á sex höggum undir pari, hann var á pari í gær og lék síðan frábært golf í dag á 66 höggum, sex undir pari. Hann er einu höggi á undan Axeli Bóassyni úr Golfklúbbnum Keili, sem lék hringinn í dag á fjórum höggum undir pari. Tómas Eiríksson úr GR er í þriðja sæti á samtals fjórum höggum undir pari. 

Næst koma þeir Rúnar Arnórsson og Egill Ragnar Gunnarsson á þremur höggum undir pari, en Egill er þó aðeins búinn með 10 holur í dag og gæti sótt á efstu menn áður en hann klárar hringinn. 

Það er því mikil spenna á Íslandsmótinu nú þegar mótið er hálfnað, en alls eru sjö kylfingar undir pari þegar þetta er skrifað. Niðurskurðurinn eftir tvo daga miðast við þrettán högg yfir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×