Íslenski boltinn

Vestramenn sigruðu Leikni og eru svo gott sem sloppnir við fall

Ísak Hallmundarson skrifar
Vestramenn eru búnir að gera það gott sem nýliðar í næstefstu deild.
Vestramenn eru búnir að gera það gott sem nýliðar í næstefstu deild. mynd/vestri.is

Vestri vann Leikni F. í Lengjudeild karla á Ísafirði í dag. Lokatölur 2-0 fyrir Vestfirðingum.

Nacho Gil kom heimamönnum yfir strax á 10. mínútu leiksins eftir sendingu frá Vladimir Tufegdzic. Staðan 1-0 í hálfleik.

Viktor Júlíusson skoraði síðan annað mark Vestra með góðum skalla eftir hornspyrnu frá Gunnari Jónasi Haukssyni. Fleiri mörk voru ekki skoruð og lokatölur 2-0.

Vestri er eftir leikinn með 26 stig í 6. sæti á meðan Leiknir er í 11. sæti með 12 stig. Liðin eiga aðeins eftir að spila fimm leiki og því ansi ólíklegt að Fáskrúðsfirðingar nái Vestfirðingum að stigum. Það þýðir að Vestramenn eru nánast búnir að bjarga sér frá falli á sinni fyrstu leiktíð í næstefstu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×