Innlent

Ó­venju há raf­leiðni ekki merki um yfir­vofandi Kötlu­gos

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli síðustu vikurnar hafa verið þær mestu í Mýrdalsjökli, þar sem Kötlujökul er að finna, síðan 2016.
Jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli síðustu vikurnar hafa verið þær mestu í Mýrdalsjökli, þar sem Kötlujökul er að finna, síðan 2016. Vísir/RAX

Ó­venju há raf­leiðni í Múla­kvísl miðað við árs­tíma bendir ekki til þess að líkur hafi aukist á Kötlu­gosi. Náttúru­vá­sér­fræðingur Veður­stofu Ís­lands segir raf­leiðni hægt og bítandi fara minnkandi. Hann hvetur fólk í grenndinni að fara var­lega vegna jarð­gass.

Veður­stofa Ís­lands segir í til­kynningu að líkur séu á vatna­vöxtum í Múla­kvísl vegna aukins hlut­falls jarð­hita­vatns í ánni. Þá fylgir því gasmengun við ána sem fylgir jarð­hita­vatninu.  Fyrir neðan má bera Mýrdalsjökul augum úr lofti í myndbandi sem tekið er af Ragnari Axelssyni, RAX, í gær. 

Bjarki Kalda­lóns Friis, náttúru­vá­sér­fræðingur, segir í sam­tali við Vísi að Veður­stofan fylgist vel með stöðunni. Vatns­hæð í Múla­kvísl og Markar­fljóti fari ekki hækkandi.

„Þannig líkur á hlaupi úr jöklinum eru litlar eins og staðan er núna, þó það sé alltaf mögu­leiki. En lík­lega mun þetta leka hægt og ró­lega og svo klárast, þó maður sé alltaf var­kár þegar það kemur að Mýr­dals­jökli.“

Óttast ekki Kötlu í bráð

Aukin skjálfta­virkni hefur mælst í Kötlu síðustu daga og hófst hrina þar í lok síðasta mánaðar. Stærsti skjálftinn á svæðinu mældist 4,4 þann 30. júní.

Áður hafa sér­fræðingar Veður­stofunnar sagt jarð­skjálfta­virkni í Mýr­dals­jökli síðustu vikurnar vera þær mestu í Mýr­dals­jökli, þar sem Kötlu­jökul er að finna, síðan haustið 2016.Sé talið að þetta séu merki um jarð­hita­virkni á svæðinu en að ekki væri hægt að úti­loka kviku­hreyfingar. Bjarki tekur fram að Veður­stofan fylgist vel með en enn sem komið er sé ekkert sem bendi til þess að Katla gæti gosið þá og þegar.

„Raf­leiðnin í Múla­kvísl tengist ekki kviku­hreyfingu, heldur er öflugt jarð­hita­kerfi undir jöklinum sem gerir það að verkum að það rekur jarð­hita­vatn út í Múla­kvísl.“

Bjarki bætir því við að veg­far­endur þurfi að fara að öllu með gát í grenndinni. „Þá sér­stak­lega í dældum og lægðum þar sem gasið getur safnast saman.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×