Innlent

Svona er um­­horfs við Fagra­­dals­­­fjall í skjálfta­hrinunni

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Jörðin hefur nötrað á kunnuglegum slóðum á Reykjanesi.
Jörðin hefur nötrað á kunnuglegum slóðum á Reykjanesi. Vísir/RAX

Jarð­fræðingar búast við á­fram­haldandi skjálfta­hrinu á Reykja­nesi næstu daga. Upp­tök skjálfta­hrinunnar eru á milli Fagra­dals­fjalls og Keilis en landris hefur orðið á stóru svæði á nesinu.

Ljós­myndarinn Ragnar Axels­son, betur þekktur sem RAX, flaug yfir Reykja­nesið í dag og myndaði svæðið við Fagra­dals­fjall úr lofti. 

Á reiki hvar gæti gosið

Áður hefur Þor­valdur Þórðar­son eld­fjalla­fræðingur sagt að hið gríðar­lega breiða land­ris á Reykja­nesi, þar sem Fagra­dals­fjall er í því miðju, bendi til þess að gosið geti orðið kraft­meiri en gosin í Geldinga-og Mera­dölum árin 2021 og 2022.

Þá sé ekki hægt að úti­loka þann mögu­leika að hraun gæti runnið yfir Reykja­nes­braut opnist sprungan norðar en hún gerði í fyrra. Gosið yrði þó að ná á­kveðinni stærð til þess og opnast við Þráins­skjöld.

Páll Einars­son, jarð­eðlis­fræðingur, telur lang­lík­legast að gos verði á milli Fagra­dals­fjalls og Keilis þar sem þyngdar­punktur skjálfta­virkninnar nú hafi verið nær Keili. At­burða­rásin nú sé öll á til­tölu­lega flötu svæði og því þurfi að myndast tals­vert stór hraun­sletta áður en það fer að leka mikið til hliðanna og þá sé ó­mögu­legt að segja í hvaða átt muni leka, komi til þess.

Hér að neðan má svo sjá beina útsendingu Vísis frá svæðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×