Viðskipti innlent

Ætlar að láta af störfum sem for­stjóri Ice Fish Farm

Kjartan Kjartansson skrifar
Sjókvíar Ice Fish Farm á Austfjörðum.
Sjókvíar Ice Fish Farm á Austfjörðum. Ice Fish Farm

Guðmundur Gíslason ætlar að stíga til hliðar sem forstjóri fiskeldisfyrirtækisins Ice Fish Farm á Austfjörðum og snúa sér að markaðsstörfum fyrir fyrirtækið. Hann heldur áfram sem forstjóri á meðan eftirmanns hans er leitað.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ice Fish Farm til norsku kauphallarinnar í gær. Meirihlutaeigandi þess er norska félagið Måsøval Eiendom.

Guðmundur hefur stýrt Ice Fish Farm frá árinu 2012. Hann er sagður hafa óskað eftir því við stjórn fyrirtækisins að hann vilji láta af forstjórastarfinu til að einbeita sér að söluáætlun þess.

Búist er við því að leitin að næsta forstjóra fiskeldisfyrirtækisins taki nokkra mánuði.

Félag sem að hluta í eigu Guðmundar er á meðal stærstu hluthafa í Ice Fish Farm. Ísfélagið keypti sextán prósent hlut í fyrirtækinu í mars og varð þannig einn af stærstu hluthöfum þess.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×