Körfubolti

Fjölnir hafði betur á Akur­eyri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Raquel Laneiro skoraði 27 stig fyrir Fjölni í kvöld.
Raquel Laneiro skoraði 27 stig fyrir Fjölni í kvöld. Vísir/Pawel Cieslikiewicz

Fjölnir vann góðan níu stiga sigur er liðið heimsótti Þór Akureyri í B-deild Subway-deildar kvanna í körfubolta í kvöld, 70-79.

Heimakonur í Þór byrjuðu betur og leiddu með sex stigum að loknum fyrsta leikhluta. Þórsarar héldu forystunni út fyrri hálfleikinn og höfðu þriggja stiga forskot þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja, staðan 34-31.

Fjölniskonur náðu þó forystunni í fyrsta sinn í leiknum snemma í síðari hálfleik, en í þriðja leikhluta varð munurinn á liðunum þó aldrei meiri en fjögur stig. Staðan var jöfn þegar þriðja leikhluta lauk og það var ekki fyrr en um miðbik fjórða leikhluta að gestirnir fóru að síga fram úr.

Gestirnir í Fjölni reyndust sterkari aðilinn á lokasprettinum og unnu að lokum níu stiga sigur, 70-79. Korinne Campbell var stigahæsti í liði Fjölnis með 31 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Raquel Laneiro bætti 27 við stigum fyrir liðið og gaf 11 stoðsendingar.

Í liði Þórs var Lore Devos atkvæðamest með 20 stig, níu fráköst og þrjár stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×