Körfubolti

Fjölniskonur stungu af í seinni hálf­leik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Raquel Laneiro, leikmaður Fjölnis, var stigahæst með 29 stig.
Raquel Laneiro, leikmaður Fjölnis, var stigahæst með 29 stig. Vísir/Pawel Cieslikiewicz

Fjölnir vann góðan 21 stigs sigur er liðið heimsótti Snæfell í B-deild Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld, 57-78.

Leikurinn var jafn og spennandi framan af, en það voru gestirnir í Fjölni sem höfðu frumkvæðið í upphafi leiks. Fjölniskonur leiddu með fimm stigum að loknum fyrsta leikhluta, en munurinn var kominn niður í tvö stig þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja, staðan 29-31.

Gestirnir frá Grafarvogi náðu hins vegar góðu forskoti um miðjan þriðja leikhluta eftir að heimakonur höfðu jafnað metin skömmu áður. Mestur varð munurinn á liðunum ellefu stig í þriðja leikhluta áður en Fjölniskonur stungu algjörlega af í lokaleikhlutanum og unnu að lokum 21 stigs sigur, 57-78.

Raquel Laneiro var stigahæst í liði Fjölnis með 29 stig, en hún tók einnig sex fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Næst á eftir henni kom Korinne Campell með 20 stig og hvorki fleiri né færri en 20 fráköst. Í liði Snæfells var Shawnta Grenetta Shaw atkvæðamest með 24 stig og 13 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×