Viðskipti erlent

Facebook virkar á ný

Samúel Karl Ólason skrifar
Facebook, Instagram, Workplace og aðrir miðlar Meta liggja niðri.
Facebook, Instagram, Workplace og aðrir miðlar Meta liggja niðri. Getty/Jonathan Raa

Facebook, Instagram, Workplace, Threads og aðrir miðlar samfélagsmiðlafyrirtækisins Meta liggja niðri. Ástæðan liggur ekki fyrir en svo virðist sem vandamálið sé á heimsvísu.

Uppfært: 16:30 Svo virðist sem að búið sé að laga vandamálið, að hluta til hið minnsta, þar sem notendur geta skráð sig aftur inn á Facebook. Meta hefur þó enn ekki staðfest neitt.

Fólk hér á landi hefur verið loggað út af Facebook og fær meldingu um að lykilorð þeirra sé rangt, reyni það að skrá sig aftur inn. Sambærilegar fregnir hafa borist frá Bandaríkjunum og víðar.

Svo virðist sem einhverjir hafi aðgang að Instagram og að einhverjir þeirra geti skoðað nýjar myndir og sögur, en það á ekki við alla.

Facebook og aðrir samfélagsmiðlar Meta bila mjög sjaldan með þessum hætti. Síðasta bilun af þessu tagi átti sér stað í mars 2021. Þá lágu miðlar Meta niðri í nokkrar klukkustundir.

Sjá einnig: Face­book, Mess­en­ger og Insta­gram liggja niðri

Bilunin virðist hafa átt sér stað skömmu eftir klukkan þrjú í dag.

Forsvarsmenn Facebook hafa lítið sagt um hvað sé að eða útskýrt vandræðin frekar, enn sem komið er. Talsmaður Meta sagði þó skömmu fyrir fjögur að unnið væri að því að leysa vandamálið.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×