Lífið

„Veturinn er bara bið­tími eftir sumrinu, því þarna var lífið“

Helena Rakel Jóhannesdóttir og Jón Grétar Gissurarson skrifa
Sveinn og Óskar ólust upp á Dröngum.
Sveinn og Óskar ólust upp á Dröngum. RAX

Drangar á Ströndum er einn afskekktasti bær landsins. Það eru aðeins tvær leiðir til að komast á bæinn, siglandi á báti eða gangandi yfir fjöllin sem umlykja bæinn.

„Maður er eins og indjáni og fer bara í bað á haustin“

Þannig lýsir Sveinn Kristinsson tilverunni á Dröngum. Sveinn ólst þar upp ásamt þrettán systkinum en eftir að foreldrarnir, Kristinn og Anna, fluttust af jörðinni eyddu þau ásamt nokkrum systkinanna öllum sumrum þar.

Nokkur systkinanna eyddu öllum sumrum á Dröngum.RAX

Þau stunduðu búskap í kringum æðardún og undu sér vel á jörðinni sem var umlukin fjöllum öðrum megin og hafinu hinum megin.

„Hann sagði að besti búskapurinn væri að vera innan um fugla.“

Kristinn og fjölskylda vernduðu fuglana gegn ágangi rándýra og fengu verndina launaða með dúninum sem losnaði af bringum æðarkollanna.

Kristinn og Anna stunduðu dúnrækt á sumrinRAX

Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson heimsótti fjölskylduna á Dröngum og fékk að kynnast því hvernig lífið hafði verið á þessum afskekkta stað.

Söguna um heimsóknina má sjá í nýjasta þættinum af RAX Augnablik, í spilaranum hér að neðan.

Fleiri þætti úr smiðju RAX má sjá á sjónvarpsvef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×