Viðskipti innlent

Mun stýra mann­auðs­málum Al­vot­ech

Atli Ísleifsson skrifar
Jenný Sif Steingrímsdóttir hefur starfað hjá Alvotech frá árinu 2022.
Jenný Sif Steingrímsdóttir hefur starfað hjá Alvotech frá árinu 2022. Alvotech

Jenný Sif Steingrímsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra mannauðsmála hjá Alvotech. Jenný gekk til liðs við Alvotech í október 2022 og hefur verið mannauðsráðgjafi fyrir rannsóknar- og þróunarsvið Alvotech.

Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að Jenný hafi í fjórtán ár starfað á mannauðssviði lyfjafyrirtækisins Teva á Íslandi, áður Actavis. 

Á því tímabili gegndi hún ýmsum stöðum innan mannauðsteymisins á miklu breytingarskeiði í sögu lyfjafyrirtækisins. Jenný útskrifaðist með BA gráðu í ítölsku frá Háskóla Íslands og MA gráðu í Vestur-Evrópufræðum frá New York University í Bandaríkjunum.

Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×