Viðskipti innlent

Ragnar Páll og Petrea Ingi­leif koma ný inn í stjórn Sýnar

Árni Sæberg skrifar
Ragnar Páll og Petrea Ingileif voru kjörin í stjórn Sýnar í dag.
Ragnar Páll og Petrea Ingileif voru kjörin í stjórn Sýnar í dag. Vísir

Ragnar Páll Dyer og Petrea Ingileif Guðmundsdóttir voru kjörin í stjórn Sýnar á aðalfundi félagsins, sem lauk nú á fimmta tímanum.

Aðrir stjórnarmenn sátu fyrir í stjórninni en það eru þau Hákon Stefánsson, Páll Gíslason og Rannveig Eir Einarsdóttir. Fráfarandi stjórnarmenn eru Jón Skaftason, sem var formaður stjórnar, og Salóme Guðmundsdóttir.

Allir stjórnarmenn voru tilnefndir af tilnefningarnefnd. Mariam Laperashvili, fyrrverandi markaðsstjóri miðla hjá Sýn, bauð sig fram án tilnefningar en hlaut ekki brautargengi. Þá gáfu þrír umfram þau tilnefndu kost á sér fyrir tilnefningarnefnd.

Ragnar Gaviamaður og Petrea óháður reynslubolti

Tilnefningarnefnd mat þá Hákon og Ragnar Pál tengda félögunum InfoCapital ehf., Gavia Invest ehf. og H33 Invest ehf. sem eiga stóran hlut í Sýn. Þeir eru báðir framkvæmdastjórar og meðeigendur í InfoCapital, sem er fjárfestingarfélag stofnað af Reyni Grétarssyni og langstærsti hluthafinn í Gavia, sem er aftur stærsti einstaki hluthafi Sýnar.

Petra Ingileif var metin óháð Sýn en hún hefur talsverða reynslu af stjórnarsetu í Sýn. Hún var stjórnarmaður í tvö ár en gaf ekki kost á sér árið 2022, eftir að Orkuveita Reykjavíkur setti henni stólinn fyrir dyrnar.

Þá hefur Petrea Ingileif áratugareynslu af rekstri fjarskiptafyrirtækja.

Vísir er í eigu Sýnar.


Tengdar fréttir

Þrjú ný andlit í framkvæmdastjórn Sýnar

Þrjú koma ný inn í framkvæmdastjórn Sýnar hf. Stjórn félagsins samþykkti nýtt skipulag á aðalfundi sínum í dag og tilkynnti til Kauphallar. Skipulagsbreytingarnar eiga að miða að því að auka skilvirkni í rekstri félagsins.

Óvænt sjötta framboð til stjórnar Sýnar

Mariam Laperashvili, fyrrverandi markaðsstjóri miðla hjá Sýn, hefur boðið sig fram til stjórnar félagsins. Tilnefningarnefnd hafði áður tilkynnt um þau fimm sem lagt er til að taki sæti í stjórn.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×