Erlent

Banda­ríkja­stjórn setur ferða­hömlur á sendi­full­trúa í Ísrael

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bandarískum embættismönnum hefur verið sagt að ferðast ekki utan borgarmarka í Ísrael.
Bandarískum embættismönnum hefur verið sagt að ferðast ekki utan borgarmarka í Ísrael. Getty/Chris McGrath

Bandaríkjastjórn hefur sett ferðahömlur á bandaríska emættismenn í Ísrael en áhyggjur eru uppi um að Íranir geri árás á landið innan tíðar. 

Starfsmönnum sendiráðsins hefur verið sagt að ferðast ekki út fyrir borgarmörk Jerúsalem, Tel Aviv og Beersheba í ljósi ástandsins.

Íranir hafa hótað hefndum eftir að árás var gerð á sendiráð Írans í Sýrlandi á dögunum, þar sem þrettán létu lífið. Íranir saka Ísraela um árásina, sem hafa ekki lýst ábyrgðinni á hendur sér en flestir telja þá hafa verið á bak við hana. 

Íran styður við bakið á Hamas samtökunum á Gasa og einnig fleiri samtök líkt og Hezbollah í Líbanon sem ítrekað hafa gert árásir á Ísrael.

Joe Biden Bandaríkjaforseti varaði við stórri árás Íran á Ísrael í gær og ítrekaði stuðning Bandaríkjanna, þrátt fyrir gagnrýni á framgöngu ríkisstjórnar Benjamin Netanyahu varðandi Gasa.

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, er sagður hafa átt samtal við utanríkisráðherra Íran þar sem hann hvatti til stillingar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×