Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

Svartur föstu­dagur allt árið um kring

Nóvember virðist orðinn að sérstökum útsölu- og tilboðsmánuði, góð kaup birtast í hverju horni, dag eftir dag. Það er auðvelt að fyllast kaupæði við þessar aðstæður og ætli við upplifum ekki mörg að vera sífellt að missa af tækifæri, að við nánast töpum á því að eyða ekki pening þessa dagana?

Skoðun
Fréttamynd

Ekki láta ræna þig heima í stofu

Nú í nóvember og í aðdraganda jólanna þá eykst umfang netverslana verulega. Fyrir utan hefðbundna verslun og jólaverslun þá eru nú svokallaðir nettilboðsdagar á borð við dag einhleypra, svartan föstudag og stafrænan mánudag.

Skoðun
Fréttamynd

Sérðu svart?

Framundan er hátíð ljóss og friðar - og neyslu. Þá er mikilvægt að vanda valið. Hvaðan kemur það sem keypt er, er það vandað, hvernig eru gæðin, hver bjó það til og við hvaða aðstæður, var framleiðslan mengandi, fékk starfsfólkið sanngjörn laun, hvað með flutninginn? Og svo má spyrja sig hvort eitthvað vanti yfirhöfuð?

Skoðun
Fréttamynd

Það er vand­lifað í henni neyslu­ver­öld

Jólin eru handan við hornið og stærstu útsöludagar ársins yfirvofandi. Ég veit ekki með ykkur en ég fæ vanalega hnút í magann mörgum vikum áður en þeir skella á. Pressan til að stökkva á tilboð og nýta mér afslætti við kaup á hlutum sem ég þarf ekki, í þeim eina tilgangi að spara kannski nokkra þúsundkalla, verður mér einfaldlega ofviða.

Skoðun
Fréttamynd

Hve­nær er líf verð­mætt?

Við erum rosalega upptekin af kerfum. Ef það er ekki kapitalismi þá er það sosialismi eða kommunismi. Hvaðan á peningurinn að koma til þess að laga öll vandamálin sem við höfum búið til? Peningur er fyrirbæri sem hefur ekkert verðmætagildi nema í huganum okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Fæst hamingjan á út­sölu?

Hvað lætur okkur líða vel? Árið 2008 fól breska ríkisstjórnin samtökunum New Economic Foundation að safna saman niðurstöðum úr fjölda rannsókna sem hafa skoðað hvað það er sem eykur lífshamingju og vellíðan fólks um heim allan.

Skoðun
Fréttamynd

Olíu­fé­lögin fjar­lægjast Costco

Það munar fimmtán krónum á bensínlítranum hjá ódýrustu bensínstöðinni og þeirri næstódýrustu. Formaður félags íslenskra bifreiðaeigenda segir fákeppni á markaði skýra aukinn verðmun.

Neytendur
Fréttamynd

Hopp hækkar verðið

Hopp Ísland hækkaði í dag startgjald í fyrsta sinn síðan rafhlaupahjólaleigan var opnuð árið 2019. Þá hækkar mínútugjald einnig. Framkvæmdastjóri segir hækkunina beina afleiðingu verðbólgu.

Neytendur
Fréttamynd

„Ekki vera með leiðindi, veittu mér bara betri þjónustu“

„Ungt fólk er með allt annað viðhorf en við þekktum áður og eldra fólk er að breytast með því. Við hugsum öðruvísi en fyrir tuttugu árum og það á þá líka við um það hvernig við metum vöru og þjónustu sem við kaupum sem neytendur,“ segir Ólafur Þór Gylfason sviðsstjóri markaðsrannsókna Maskínu.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Aur gefur út debet­kort með endur­greiðslu

Aur, sem er í eigu Kviku, hefur opnað nýja bankaþjónustu og fullyrðir bankinn að boðið sé upp á bestu kjörin á debetkortum. Debetkortin eru án allra gjalda og þau fyrstu með endurgreiðslu, að því er segir í tilkynningu frá Kviku. Neytendur njóta ávinningsins af lítilli yfirbyggingu og snjöllum tæknilausnum, segir forstjóri Kviku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þetta er bara al­veg von­laust!“

Næsta sumar verða allar plastflöskur með áföstum tappa, samkvæmt áformum umhverfisráðuneytisins. Við ræddum við neytendur, sem segja áföstu tappana ýmist hræðilega - eða sjálfsagða viðleitni til að bjarga jörðinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hag­kaup aftur sektað vegna tax-free aug­lýsinga sinna

Neytendastofa hefur sektað Hagkaup um 850 þúsund króna vegna auglýsinga um Tax-free afslætti. Var annars vegar um að ræða auglýsingu þar sem prósentuhlutfall verðlækkunarinnar var ekki kynnt neytendum og hins vegar auglýsingar þar sem prósentuhlutfall verðlækkunar var ekki kynnt neytendum með nægilega skýrum hætti.

Neytendur
Fréttamynd

Fær tíu miða klippi­kort hjá Niceair endur­greitt

Þrotabúi Niceair hefur verið dæmt að endurgreiða viðskiptavini 240 þúsund krónur vegna klippikorts sem viðskiptavinurinn hafði ekki fullnýtt áður en Niceair lýsti yfir gjaldþroti. Niceair hætti skyndilega rekstri í apríl á þessu ári og lýsti yfir gjaldþroti mánuði síðar. 

Neytendur
Fréttamynd

Nægju­samur nóvember – Taktu þátt!

Ömmur okkar og afar lifðu oft við þröngan kost, nægjusemi var dyggð og þeim lífsnauðsynleg. Neyslumöguleikar okkar í dag virðast nær takmarkalausir og aðallega háðir því hvort við höfum efni á þeim, ekki endilega hvort við höfum þörf á þeim eða einlægan áhuga.

Skoðun