Sameinuðu arabísku furstadæmin

Fréttamynd

Óvænt tap Rússa í forsetakjöri Interpol

Suður-Kóreubúinn Kim Jong-yang bar óvænt sigur úr bítum í kosningum um forseta alþjóðalögreglunnar Interpol á ársþingi lögreglunnar í Dubai. Flestir höfðu talið líklegt að mótframbjóðandi hans, Rússinn Alexander Prokopchuk, yrði kjörinn forseti.

Erlent
Fréttamynd

Farþegaþota rakst utan í vegg í flugtaki

Vélin komst þó á loft með 130 farþega innanborðs og var henni síðan nauðlent í Mumbai, en vélin var að fara frá Trichy áleiðis til Dubai þegar óhappið átti sér stað.

Erlent
Fréttamynd

Forseti Interpol segir af sér

Meng Hongwei, forseti Interpol, sem nú er í haldi kínverskra stjórnvalda, hefur sagt af sér. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Interpol gaf út á Twitter reikningi sínum í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Vilja gera Katar að eyríki með risaskurði

Yfirvöld í Sádí-Arabíu stefna á að grafa skurð á landamærum ríkisins við Katar og breyta þar með Katar með í eyju. Yfirvöld ríkjanna tveggja hafa átt í harðvítugum deilum sín á milli að undanförnu.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelsk morðtilræði á 3-4 daga fresti

Palestínski verkfræðingurinn Fadi Mohammad al-Batsh var ráðinn af dögum í Malasíu um helgina en hann var liðsmaður Hamas samtakanna. Talið er að Ísrael hafi reynt að myrða minnst 1800 manns á erlendri grundu frá aldamótum eða að jafnaði á þriggja til fjögurra daga fresti.

Erlent
Fréttamynd

Persaflóaríkin gefa Katar tveggja daga frest

Á laugardag sagði utanríkisráðherra Katar, Sheikh Mohammed bin Abdulrahman bin Jassim Al-Thani, að Katar hefði hafnað kröfunum en væri tilbúið til frekari samningaviðræðna við réttar kringumstæður.

Erlent