Íslenski boltinn

Að nálgast fer­tugt en tekur slaginn með Blikum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnór Sveinn með fyrirliðaband Breiðabliks fyrir óralöngu síðan. 
Arnór Sveinn með fyrirliðaband Breiðabliks fyrir óralöngu síðan.  vísir/andri marinó

Þrátt fyrir að hafa orðið 38 ára gamall á dögunum hefur Arnór Sveinn Aðalsteinsson ákveðið að taka slaginn með Breiðabliki í Bestu deild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð.

Arnór Sveinn er uppalinn Bliki en lék með KR til fjölda ára eftir að hafa leikið sem atvinnumaður í Noregi frá 2011 til 2014. Hann samdi við Breiðablik fyrir síðustu leiktíð og þó Blikar hafi verið langt frá því að verja Íslandsmeistaratitilinn sem þeir unnu haustið 2022 þá var mikil ánægja með Arnór Svein.

Eftir að missa Davíð Ingvarsson til Kolding í Danmörku og Oliver Stefánsson til ÍA var ljóst að Blikar máttu í raun ekki við því að missa reynsluboltann Arnór Svein. Hann hefur nú ákveðið að halda áfram að miðla reynslu sinni og eflaust vonast þessi öflugi varnarmaður eftir að láta til sín taka á vellinum sömuleiðis.

Arnór Sveinn á að baki 12 A-landsleiki og 401 KSÍ-leik á meistaraflokksferli sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×