Innlent

Með tvo hnífa á lofti í Hag­kaup

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Atvikið átti sér stað í Hagkaup.
Atvikið átti sér stað í Hagkaup. vísir/vilhelm

Maður var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa sýnt ógnandi tilburði inn í verslun í Reykjavík. 

Frá atvikinu var greint í nótt.

Fram kemur í dagbók lögreglu að maðurinn hafi haft tvo hnífa á lofti. Að sögn vitna var mikill fjöldi ungra pilta á svæðinu en ekki liggur fyrir hvort þeir tengist málinu. Sérsveitarmenn voru kallaðir til vegna málsins.

Í dagbók lögreglu er ekki nánar greint frá því hvað átti sér stað í versluninni einungis að lögreglu hafi borist tilkynning um málið.

Í dabók lögreglu segir auk þess frá „hlaupandi eftirför“ lögreglu á ungmennum vegna átaka við félagsmiðstöð. Að sögn lögreglu endaði hún svo að allir náðust, reyndust undir áhrifum áfengis og var málið leyst með aðkomu barnaverndaryfirvalda. 

Auk þess sinnti lögregla ölvunarakstri, slysum og bifreið með rangt skráningarnúmer.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×