Handbolti

„Hef ekki trú á að FH geti unnið Val í seríu“

Íþróttadeild Vísis skrifar
Pressan er á Aroni Pálmarssyni og félögum í FH að landa þeim stóra.
Pressan er á Aroni Pálmarssyni og félögum í FH að landa þeim stóra. vísir/anton

Úrslitakeppnin í handbolta er farin á fullt og búast flestir við því að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn muni standa á milli FH og Vals.

FH vann deildina á dögunum og Valur er bikarmeistari.

„Það er mjög erfitt að segja ekki bara Valur einhvern veginn alltaf en vissulega fór Evrópukeppnin með þetta í fyrra. FH hefur verið lið sem klikkar þegar kemur á stóra sviðið. Óskar Bjarni og félagar þekkja það aðeins betur að vinna titla,“ segir Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar.

„Það er ekki skandall ef FH verður ekki meistari en manni finnst pressan vera FH-megin. Sér í lagi með komu Arons Pálmarssonar. Hann á að hjálpa þeim að landa þeim stóra. Valsmenn eru líka í Evrópukeppni aftur í ár og það á eftir að koma í ljós hvernig þeim tekst að blanda þessu saman í ár. Ég lít á þetta þannig að FH er líklegasta liðið,“ segir Aron Guðmundsson.

Henry Birgir Gunnarsson er á því að Valur fari alla leið.

„Ég hef ekki trú á því að FH geti unnið Val í seríu. Valur með sína reynslu er of mikið fyrir FH. Ég sé Valsarana skrúfa upp þegar á þarf að halda. Þess utan held ég að FH finni meira fyrir pressunni þegar komið er lengra inn í úrslitakeppnina. Ég sé ekki FH klára þetta.“

Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum sem og á Vísi.

Klippa: Fréttir vikunnar 12. apríl



Fleiri fréttir

Sjá meira


×