Körfubolti

Sóparnir á lofti í 1. deildinni

Siggeir Ævarsson skrifar
Það hefur oft verið glatt á hjalla hjá ÍR-ingum í vetur en liðið endaði í 2. sæti 1. deildarinnar, með einum sigri minna en KR
Það hefur oft verið glatt á hjalla hjá ÍR-ingum í vetur en liðið endaði í 2. sæti 1. deildarinnar, með einum sigri minna en KR Facebook ÍR-Karfa

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni 1. deildar í körfubolta í kvöld og fóru sóparnir á loft í báðum viðureignum.

Í Dalhúsum lögðu heimamenn í Fjölni ÍA, 92-83, og lokuðu þar með einvíginu 3-0. Í ÍR heimilinu í Skógarseli unnu heimamenn nokkuð öruggan 20 stiga sigur á Selfossi, 95-75, og fór það einvígi sömuleiðis 3-0.

ÍR-ingar voru næstbesta lið deildarinnar í vetur en liðaði endaði í 2. sæti á eftir deildarmeisturum KR, sem fóru beint aftur upp í efstu deild.

Í 4-liða úrslitum mun lið Fjölnis mæta Sindra en Hornfirðingar komust sjálfkrafa áfram í 4-liða úrslit eftir að Þróttur frá Vogum dró lið sitt úr keppni. ÍR mætir sigurvegurum úr viðureign Skallagríms og Þórs frá Akureyri. Staðan í því einvígi er 1-1 og fer næsti leikur fram á Akureyri á morgun.

Boðið verður upp á sannkallaða körfuboltaveislu fyrir norðan á morgun. Klukkan 17:00 er leikur Þórs og Grindavíkur í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar og klukkan 19:15 er komið að leik Þórs og Skallagríms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×