Handbolti

Magdeburg bikar­meistari eftir stór­sigur gegn Melsungen

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Gísli Þorgeir fagnaði dátt að leik loknum.
Gísli Þorgeir fagnaði dátt að leik loknum. Lars Baron/Getty Images

Magdeburg vann stórsigur á Melsungen í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar í handbolta. Aðeins tveimur mörkum munaði í hálfleik en lokatölur urðu 30-19. 

Bæði lið hafa þurft að þola tap í bikarúrslitaleikjum undanfarin ár. Magdeburg hafði tapað síðustu tvö ár gegn Rhein-Neckar Löwen og Kiel. Keppnisárið þar á undan tapaði Melsungen úrslitaleik gegn Lemgo. 

Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik, þó Magdeburg hafi haft forystuna lengst af. Hálfleikstölur 13-11. 

Þegar út í seinni hálfleikinn var komið virtust leikmenn Melsungen bara hafa kastað inn handklæðinu. Liðið var ekki nema skugginn af sjálfum sér og skoraði aðeins 8 mörk gegn 17 mörkum Magdeburg. Lokatölur 30-19 og Magdeburg er bikarmeistari. 

Ómar Ingi Magnússon, í liði Magdeburg, var markahæstur meðal Íslendinga með 6 mörk, aðeins einu marki minna en Lukas Mertens sem varð markahæstur allra. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 2 mörk og gaf 3 stoðsendingar. Janus Daði Smárason skoraði 1 mark og gaf 1 stoðsendingu. 

Í liði Melsungen var Elvar Örn Jónsson með 2 mörk og 2 stoðsendingar á meðan Arnar Freyr Arnarsson skoraði 1 mark. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×