Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2 í beinni út­sendingu

Boði Logason skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá. Stöð 2

Veitingamaðurinn Quang Le plataði félaga sinn til að giftast konu sem hann sjálfur eignaðist tvö börn með. Lögmaður segir manninn þurfa að höfða mál til að leiðrétta skráninguna en mikilvægt sé að börn séu rétt feðruð. 

Fjallað verður ítarlega um þetta fordæmalausa mál í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem verða í opinni dagskrá frá og með kvöldinu.

Á sama tíma og fylgi eins forsetaframbjóðanda tvöfaldast á milli kannana standa aðrir sterkir í stað. Nokkrar kannanir hafa verið birtar og Heimir Már Pétursson mætir í myndver og fer yfir stöðuna í beinni.

Íbúar á Akranesi vilja blása lífi í miðbæinn og skora á bæjaryfirvöld. Við verðum í beinni frá Skaganum og kynnum okkur málið. Þá skoðar Kristján Már Unnarsson þotu Icelandair sem hefur verið sérstaklega innréttuð fyrir forríka ferðamenn og við sjáum mjög krúttleg og nýborin lömb á Suðurlandi. 

Í Íslandi í dag kíkir Sindri Sindrason í morgunkaffi til Baldurs Þórhalls og svarar því hvort tími sé kominn fyrir hinsegin forseta.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni klukkan 18:30.

Klippa: Kvöldfréttir 15. apríl 2024


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×