Viðskipti innlent

Tekur við stöðu for­stjóra Securitas

Atli Ísleifsson skrifar
Jóhann Gunnar Jóhannsson.
Jóhann Gunnar Jóhannsson. Stekkur

Jóhann Gunnar Jóhannsson hefur verið ráðinn forstjóri Securitas. Hann hefur verið í hlutverki forstjóra frá því að Ómar Svavarsson lét af störfum síðastliðinn febrúar en var áður fjármálastjóri félagsins.

Í tilkynningu segir að Jó­hann hafi áður starfað sem fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­sviðs Isa­via, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála- og mannauðssviðs Ölgerðar­inn­ar og sem aðstoðarfor­stjóri Icelandic Group.

Jó­hann er lög­gilt­ur end­ur­skoðandi og viðskipta­fræðing­ur frá Há­skóla Íslands.

Haft er eftir Jóhanni Gunnari að hann sé fullur tilhlökkunar að fá tækifæri til að leiða þennan þann öfluga hóp sem starfar hjá Securitas. „Framundan eru gríðarlega spennandi verkefni og mikil tækifæri fyrir þá þjónustu og vörur sem félagið býður uppá. Securitas er mikilvægt fyrirtæki fyrir íslenskt samfélag og brýnt að reksturinn sé stöðugur og stuðli að öryggi og framþróun okkar viðskiptavina með heiðarleika, hjálpsemi og árvekni að leiðarljósi.“

Þá er haft eftir Guðlaugu Kristbjörgu Kristinsdóttur, stjórnarformanni Securitas, að félagið sé að fá einstaklega öflugan leiðtoga í starfið með margþætta reynslu úr fyrri störfum. „Jóhann er framúrskarandi stjórnandi sem leiðir fólk saman og nær því besta úr sínu teymi. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs í uppbyggingu félagsins og að leiða þá vegferð sem framundan er.”


Tengdar fréttir

Ómar segir skilið við Securitas

Ómar Svavarsson hefur komist að samkomulagi við stjórn Securitas um starfslok eftir að hafa gegnt starfi forstjóra frá júlí árið 2017. Hann lætur strax af daglegum störfum en verður félaginu innan handar þar til eftirmaður hans hefur verið ráðinn.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×