Börn og uppeldi

Fréttamynd

Eigum við að banna síma í skólum?

Næstum öll íslensk börn í grunnskólum á Íslandi eiga eigin farsíma, 95% barna í 4.–7. bekk og 98% barna í 8.–10. bekk. Ég ætla að gefa mér að í langflestir þessara síma séu snjallsímar sem þýðir að í einu litlu tæki eru börnin með hlaðborð af afþreyingarefni af ýmsum toga með sér í vasanum allan daginn alla daga.

Skoðun
Fréttamynd

18 mánuðir

Í dag, 20. febrúar 2024, eru 11 ár síðan Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi. Mikilvægt er að fullorðnir standi ávallt vörð um réttindi barna og hafi þarfir þeirra stöðugt að leiðarljósi hvað varðar uppeldi og þroska.

Skoðun
Fréttamynd

Skrifaði bók fyrir börn sem getin eru með að­stoð tækninnar

„Öll börn eiga rétt á því að vita hvernig þau urðu til og fá tækifæri til að fá upplýsingar um uppruna sinn,“ segir Andrea Björt en hún og eiginkona hennar eignuðust son sinn með aðstoð sæðisgjafa. Andrea rak sig á það á sínum tíma að það var lítið sem ekkert efni til á íslensku sem ætlað var börnum sem getin eru með aðstoð sæðis- eða eggjagjafa.

Lífið
Fréttamynd

Yfir­menn segi ljós­mæður hitta konur of oft og of lengi

Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir álag aukast, verkefnum fjölga og að allt að þriðjungur allra ljósmæðra á landinu íhugi nú að yfirgefa starfsstéttina. Ljósmæður fái ekki faglegt svigrúm til að vinna vinnuna sína og stjórnvöld taki málið ekki alvarlega. 

Innlent
Fréttamynd

Fær pláss á leik­skóla nokkrum mánuðum fyrir þriggja ára af­mælið

Stefán Þorri Helgason er einn þeirra fjölmörgu foreldra í Reykjavík sem bíður þess að fá pláss fyrir barnið sitt á leikskóla. Miðað við nýjustu upplýsingar sem hann hefur fengið frá Reykjavíkurborg gerir hann ráð fyrir að koma dóttur sinni að næsta haust þegar um þrír mánuðir eru í að hún verði þriggja ára.

Innlent
Fréttamynd

Bönnum fjáraflanir for­eldra fyrir börnin sín á Facebook

Á dögunum birtist fyrir augum mér auglýsing frá foreldri á Facebook. Hann Gunni okkar er að safna fyrir X og til að geta farið í ferðina er hann að selja dýrindis klósettpappír og lakkrís. Tek við pöntunum í kommentum. Flesta daga hefði ég verið líklegur til að styrkja viðkomandi, af hverju ekki? Sýna lit. En þarna fann ég til mótþróa. Og skrifaði stutta færslu á Facebook.

Skoðun
Fréttamynd

Fékk að heyra átta ára frá kennara að hann yrði aldrei neitt

Davíð Bergmann var hafnað af menntakerfinu sem barni eftir að hann höfuðkúpubrotnaði sem barn og átti erfitt með lestur. Hann hefur í áratugi unnið með afbrotaunglingum og krökkum sem hafa orðið utanveltu í kerfinu. Hann segir ástríðuna á málaflokknum koma vegna eigin æsku og eigin sögu.

Lífið
Fréttamynd

Skipu­lagði barns­ránið al­veg ein: „Ég gefst aldrei upp fyrir þeim“

Edda Björk, sem bíður þess að afplána tuttugu mánaða dóm frá Noregi fyrir barnsrán, er einn sex grunaðra í rannsókn lögreglunnar í máli er varðar þrjá drengi hennar. Hún segir ömurlegt að börnin hennar lýði fyrir brot sem hún framdi en segist, þrátt fyrir dóm og enga forsjá, ekki sjá eftir því að hafa sótt drengina til Noregs í mars 2022.

Innlent
Fréttamynd

Dæmd í Noregi og ein sex grunaðra í rann­sókn lög­reglu á Ís­landi

Edda Björk Arnardóttir, sem bíður þess að afplána tuttugu mánaða dóm frá Noregi fyrir barnsrán, er einn sex grunaðra í rannsókn lögreglunnar í máli er varðar þrjá drengi hennar. Hún fékk dóm fyrir svipað brot í Noregi í janúar. Hún segir ömurlegt að börnin hennar lýði fyrir brot sem hún framdi.

Innlent
Fréttamynd

Ungt fólk þyrst í fræðslu­efni um kyn­heil­brigði

Nýlega gáfu Samtök um kynheilbrigði út nýja handbók, Kynheilbrigði og vellíðan ungs fólks, fyrir kennara í framhaldsskólum til að kenna um kynheilbrigðismál. Tilgangur handbókarinnar er að stuðla að kynheilbrigði ungs fólks. Ritstjórar efnisins eru Sóley og Yvonne K. Fulbright, kynfræðingur.

Innlent
Fréttamynd

Klámáhorf ung­menna dregist veru­lega saman

Yfirgnæfandi hluti barna í 8. til 10. bekk í Reykjavík reykja ekki, neyta ekki marijúana og hafa ekki orðið ölvuð síðustu 30 daga. Þá hefur áhorf á klám dregist verulega saman síðustu tvö ár og meirihluta barna líður vel í skólanum.

Innlent
Fréttamynd

Leita barna sem köstuðu klaka af brú á Miklu­braut

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar þriggja stráka á barnsaldri, mögulega á aldrinum níu til ellefu ára, sem grunaðir eru um að hafa kastað stórum klaka af göngubrú yfir Miklubraut í Reykjavík á sunnudag. Klakinn hafnaði á framrúðu bíls.

Innlent
Fréttamynd

Krafta­verk að eiga von á barni eftir allar lyfjameðferðirnar

Birna Almarsdóttir var 27 ára þegar hún greindist með fjórða stigs eitirfrumukrabbamein sem hafði dreift sér í lungun. Áfallið var mikið, óvissan um frekari barneignir algjör en það var einmitt dóttir Birnu sem hjálpaði henni langmest í gegnum erfiðu tímana.

Lífið
Fréttamynd

Öll hreyfing skiptir máli

Í dag, 7. febrúar, ræsir Íþrótta- og ólympíusamband Íslands Lífshlaupið í 17. sinn en embætti landlæknis hefur verið samstarfsaðili þess í gegnum árin. Meginmarkmið Lífshlaupsins er að hvetja landsmenn til að hreyfa sig í samræmi við opinberar ráðleggingar og gera hreyfingu að föstum lið í lífinu eftir því sem við á; í frítíma, í vinnu, í skóla eða við val á ferðamáta.

Skoðun
Fréttamynd

Húðrútína ung­menna geti valdið skaða til fram­tíðar

„Ungar stelpur í dag eru ítrekað farnar að hafa meiri áhyggjur af húðinni sinni en nokkurn tímann gæti talist eðlilegt,“ segir Íris Björk Reynisdóttir, förðunarfræðingur og eigandi snyrtivöruverslunarinnar Beautybox, í samtali við Marínu Möndu Magnúsdóttur í nýjasta hlaðvarpsþætti Spegilmyndarinnar.

Lífið
Fréttamynd

Tækni­fram­farir eru ekki náttúru­ham­farir

Ég er ekki með stúdentspróf og ekki heldur grunnskólapróf. Ég er samt með meistarapróf í lögfræði frá HÍ, af því að þegar ég var lítil var mér kennt að lesa, án truflunar frá algrímisstýrðum samfélags- og andfélagsmiðlum. Ég upplifði bernskuna og var viðstödd æskuna.

Skoðun
Fréttamynd

Nú má heita Pomóna Nift

Meðlimir Mannanafnanefndar virðast hafa verið í góðu skapi á síðasta fundi nefndarinnar, þegar allar beiðnir voru samþykktar. Meðal nafna sem færð voru í mannanafnaskrá voru Pomóna, Nift og Magnína.

Innlent