Keflavíkurflugvöllur

Fréttamynd

Rauðvínið var amfetamínbasi

Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum hefur til rannsóknar fíkniefnamál sem upp kom fyrr í mánuðinum þegar íslenskur karlmaður á sextugsaldri reyndi að smygla rúmlega einum og hálfum lítra af amfetamínvökva inn í landið.

Innlent
Fréttamynd

50 ár frá fyrsta flugi Concorde

Fimmtíu ár eru í dag frá því hljóðfráa Concorde-þotan hóf sig til flugs í fyrsta sinn. Síðasta flug hennar var árið 2003, eftir 27 ára rekstrarsögu.

Innlent
Fréttamynd

Handtóku þjófagengi í Leifsstöð

Lögreglumenn í flugstöðvardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum handtók fjóra erlenda karlmenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni vegna gruns um að þeir væru að reyna að komast með þýfi úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Þjófur reyndi að borða flugmiðann sinn

Hann hafði meðal annars stolið miklu af dýrum ilmvötnum, lýsistöflum, Hvannarótarbrennivíni og vodka, Samsungsíma og vídeotökuvél úr fríhöfninni, samtals að andvirði á fjórða hundrað þúsund króna.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri burðardýr sleppa óséð inn í landið

Talsvert fleiri burðardýr sleppa óséð inn í landið og er þróunin mikið áhyggjuefni að sögn rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Ný persónuverndarlög kunna að hafa áhrif á þróunina.

Innlent
Fréttamynd

Heimtur úr helju og á leið til Súðavíkur

Í vikunni varð óvenjuleg fjölskyldusameining í Leifsstöð þegar Murtada Al-Saedi frá Írak fékk að sjá eiginkonu sína og fimm börn í fyrsta sinn í þrjú ár. Þau héldu öll að hann væri látinn. Móðir og börn fengu hæli hér á landi fyrir ári og varð verulega brugðið þegar þau fengu óvænt myndsímtal og á skjánum birtist fjölskyldufaðirinn.

Innlent