Handbolti

KA, HK, Fjölnir og Fram á­fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rúnar Kárason var markahæstur í liði Fram.
Rúnar Kárason var markahæstur í liði Fram. Vísir/Diego

KA, HK, Fjölnir og Fram eru komin í 16-liða úrslit Powerade-bikarsins í handbolta.

KA lagði Víking í framlengdum leik, lokatölur 33-32. Jóhann Geir Sævarsson var markahæstur í liði KA með 8 mörk. Bruno Bernat varði 17 skot í marki heimamanna. Hjá gestunum skoraði Jóhann Reynir Gunnlaugsson 14 skot og Daníel Andri Valtýsson varði 13 skot í markinu.

HK vann Hvíta Riddarinn örugglega í Mosfellsbæ, lokatölur 16-35. Benedikt Þorsteinsson og Ísak Óli Eggertsson voru markahæstir hjá HK með fimm mörk hvor. Gestur Ólafur Ingvarsson og Óðinn Ingi Þórarinsson voru markahæstir hjá Hvíta Riddaranum með þrjú mörk hvor.

Fjölnir vann eins marks sigur á Fjölni, 36-35. Björgvin Páll Rúnarsson var magnaður í liði Fjölnis en hann skoraði 15 mörk. Hjá Herði var Daniel Wale Adeleye markahæstur með 10 mörk.

Fram vann sex marka sigur á Gróttu á Seltjarnarnesi, lokatölur 24-30. Rúnar Kárason skoraði sex mörk í liði Fram á meðan Ágúst Emil Grétarsson og Ágúst Ingi Óskarsson skoruðu sjö mörk hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×