Innlent

Veg­far­endur með slökkvi­tæki komu til bjargar

Samúel Karl Ólason skrifar
Verið er að hreinsa olíu á vettvangi við Ingólfsfjall.
Verið er að hreinsa olíu á vettvangi við Ingólfsfjall. Vísir

Eldur kviknaði í vélarrúmi bíls nærri Ingólfsfjalli á Suðurlandi í dag. Eldurinn náði þó ekki að dreifa sér þar sem vegfarendur sem voru með slökkvitæki bar að garði. 

Þeim mun hafa tekist að slökkva eldinn áður en hann dreifði sér úr vélarrúminu, samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Árnessýslu.

Enn er unnið að hreinsun á olíu á vettvangi, þegar þetta er skrifað, og urðu engar tafir á umferðinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×