Innlent

Á­rekstur á um­deildum gatna­mótum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Slökkvilið er nú á vettvangi við hreinsunarstörf.
Slökkvilið er nú á vettvangi við hreinsunarstörf. Guðmundur Oddgeirsson

Þriggja bíla árekstur varð á gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Eyrarbakkavegar um eitt leytið í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi urðu ekki slys á fólki. Slökkvilið er enn á vettvangi til að hreinsa vettvang.

Umrædd gatnamót hafa áður verið í fréttum vegna umferðarslysa. Þar varð alvarlegt bílslys sumarið 2021. Guðmundur Oddgeirsson, íbúi í Þorlákshöfn varð vitni að slysinu og sagði í október í samtali við fréttastofu að málið hefði verið byggt á misskilningi á umferðarreglum.

Hann sendi fréttastofu mynd af slysinu nú og segir ljóst að gatnamótin séu til mikilla trafala. Þau séu stórhættuleg.

„Ég er búinn að deila mjög mikið á þessi gatnamót, því að þau eru svo hættuleg. Menn eru ekki að virða stöðvunarskylduna og vaða bara inn. Svo eru þau svo breið. Eins og í myrkrinu núna og í skammdeginu er fólk í erfiðleikum með að vita hvar það á að vera á veginum.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×