Handbolti

Eyja­menn í Höllina en bikarmeistararnir úr leik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Elmar Erlingsson skoraði sex mörk fyrir ÍBV í dag.
Elmar Erlingsson skoraði sex mörk fyrir ÍBV í dag. Vísir/Hulda Margrét

Bikarmeistarar Aftureldingar eru úr leik í Powerade-bikar karla í handbolta eftir sjö marka tap á útivelli gegn ÍBV í dag, 34-27.

Mosfellingar byrjuðu betur í dag og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins. Eftir það hrökk ÍBV-liðið í gang og náði forystunni þegar um stundafjórðungur var liðinn af leiknum. Mest náðu Eyjamenn þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik og leiddu með einu marki þegar flautað var til hálfleiks, staðan 15-14.

Heimamenn í ÍBV voru svo mun sterkari í síðari hálfleik og náðu fimm marka forskoti í stöðunni 23-18. Eftir það leit liðið aldrei um öxl og vann að lokum sjö marka sigur, 34-27. ÍBV er þar með á leið í undanúrslit Powerade-bikars karla á kostnað bikarmeistaranna sem sitja eftir með sárt ennið.

Elmar Erlingsson og Arnór Viðarsson voru markahæstir í liði ÍBV með sex mörk hvor, en í liði Aftureldingar var Þorsteinn Leó Gunnarsson atkvæðamestur með níu mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×