Innlent

Heitavatnslaust og sund­lauginni lokað

Árni Sæberg skrifar
Heitavatnslaust er á Álftanesi. Því kemst forseti Íslands ekki í sund í næstu sundlaug.
Heitavatnslaust er á Álftanesi. Því kemst forseti Íslands ekki í sund í næstu sundlaug. Vísir/Vilhelm

Lokað var fyrir heitt vatn á Álftanesi í Garðabæ klukkan 14 í dag vegna bilunar. Sundlauginni á Álftanesi var lokað á sama tíma.

Í tilkynningu á vef Veitna segir að heitavatnslaust verði fram eftir degi á Álftanesi. Þar er húseigendum bent á að huga að innanhússkerfum.

Íbúar eru beðnir um að skrúfa fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju.

Þá segir í tilkynningu á vef Garðabæjar að vegna þessa hafi þurft að loka sundlauginni á Álftanesi klukkan 14.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×