Innlent

Við­gerð á kaldavatnslögn lauk í nótt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Slökkviliðið dældi upp úr kjöllurum í gærkvöldi. 
Slökkviliðið dældi upp úr kjöllurum í gærkvöldi.  Vilhelm

Vatn flæddi inn í kjallara og bílskúr í Hlíðunum í gærkvöldi eftir að kaldavatnslögn rofnaði. Viðgerð lauk rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. 

Á heimasíðu Veitna segir að kaldavatnslaust hafi verið á svæðinu eftir að rof kom á lögnina á Eskitorgi um klukkan hálf tíu. Eskitorg tengir tengir saman Litluhlíð, Lönguhlíð, Hamrahlíð, Eskihlíð og Hörgshlíð.

Um klukkan hálfellefu var búið að einangra bilunina og koma í veg fyrir frekari leka en um tíma flæddi mikið vatn um torgið. Og í uppfærslu þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í þrjú sagði að búið væri að gera við og hleypa köldu vatni á kerfið á ný.

Slökkviliðið var kallað til vegna lekans og dældi upp úr tveimur kjöllurum og út úr einum bílskúr auk þess sem vatni var dælt úr görðum á svæðinu svo það læki ekki inn til fólks.


Tengdar fréttir

Kalt vatn flæðir inn í kjallara og bílskúr

Kalt vatn sem lekur úr vatnslögn í Hlíðunum hefur fundið sér leið inn í að minnsta kosti tvo kjallara og einn bílskúr. Þetta staðfestir Bjarni Ingimarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×