Innlent

Tekur fyrir deilu um fjár­hæð bóta fyrir varan­lega ör­orku eftir um­ferðar­slys

Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni konu í máli hennar gegn tryggingafélaginu TM þar sem deilt er um fjárhæð bóta fyrir varanlega örorku vegna umferðarslyss sem konan lenti í á Reykjanesbraut árið 2011. Deilt er um við hvaða tekjutímabil eigi að miða við ákvörðun bóta, en konan vildi meira að ungur aldur hennar hafi gert það að verkum að hún hafi fengið greiddar lægri bætur frá tryggingafélaginu en eðlilegt sé.

Innlent

Leggur til nýtt úr­ræði fyrir al­var­lega veika fanga

Dómsmálaráðherra mun leggja fyrir ríkisstjórnina tillögur að nýju úrræði fyrir fanga sem glíma við alvarleg andleg veikindi og þá borgara sem þurfa á öryggisvistun að halda. Hann undirbýr nú minnisblað um málið sem hann segir forgangsmál í ráðuneytinu.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Dómsmálaráðherra mun leggja fyrir ríkisstjórnina tillögur að nýju úrræði fyrir fanga sem glíma við alvarleg andleg veikindi og þá borgara sem þurfa á öryggisvistun að halda. Rætt verður við Jón Gunnarsson í kvöldfréttum á Stöð 2. 

Innlent

Þrjú ný íbúðahverfi í byggingu á Selfossi

Íbúum í Árborg hefur fjölgað um tæplega þrjátíu prósent á síðustu sjö árum og ekkert útlit er fyrir að það muni hægja á þessari fjölgun á næstu árum. Í dag eru þrjú íbúðahverfi í byggingu á Selfossi og eitt til viðbótar í samþykktarferli í sveitarfélaginu.

Innlent

Sér­stakur skíða­vetur en þróunin upp á við

Framkvæmdastjóri skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu segir síðasta vetur hafa verið sérstakan fyrir skíðasvæðin. Lítill snjór hafi komið í Bláfjöll og ekki tókst að vígja formlega nýju lyfturnar á svæðinu.

Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli næstu helgi vegna aðgerðarleysis stjórnvalda þegar kemur að málefnum heimilanna. Formaður VR segir ástandið minna á árin í kringum hrunið. Við ræðum við formann VR í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent

Gullni hringurinn á­hætta ef spár um ferða­manna­fjölda rætast

Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda.

Innlent

Sex­tán ára ók á móti um­ferð í Breið­holti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gær afskipti af ökumanni sem hafði ekið á móti umferð í Breiðholti. Reyndist hann vera sextán ára gamall og því ekki með bílpróf. Er málið unnið í samráði við foreldra og barnaverndaryfirvöld.

Innlent

Sigrún leitar að bróður sínum

Sigrún Sigurðardóttir var ættleidd þegar hún var tíu daga gömul. Hún ólst upp vitandi að hún ætti samfeðra bróður einhvers staðar þarna úti en það var ekki fyrr en í byrjun þessa árs að hún ákvað að setja allan sinn kraft í að hafa uppi á honum. Hún hefur þó úr takmörkuðum upplýsingum að moða og hefur meðal annars leitað eftir aðstoð fólks í gegnum samfélagsmiðla.

Innlent

Ráðherra skammar stjórnvöld vegna iðnmenntunar

Ráðherra í ríkisstjórninni skammast út í stjórnvöld fyrir að sinna ekki iðnmenntun betur í landinu því á sama tíma og ungt fólk hefur áhuga á menntuninni er ekki pláss fyrir það í skólunum, sem sé óboðlegt.

Innlent

Hundrað manns tóku þátt í æfingu Landhelgisgæslunnar

Umfangsmikil æfing Landhelgisgæslunnar, slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og annarra helstu björgunaraðila fór fram á Faxaflóa í dag. Að sögn æfingastjóra eru æfingar sem þessar mikilvægur liður í að samhæfa verklag allra sem koma að björgunaraðgerðum á sjó.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Karl þriðji var krýndur Bretlandskonungur við sögulega, og ákaflega íburðarmikla, athöfn í Westminster í dag. Forseti Íslands, sem viðstaddur var athöfnina, segir að tíminn muni leiða í ljós hvernig Karli farnist í embætti. Konungurinn hafi sett sinn svip á magnþrungna athöfnina í morgun. 

Innlent

Komu hlaupara til að­stoðar í Vest­manna­eyjum

Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út í dag til að hjálpa hlaupara sem virðist hafa dottið á hlaupum. Hlauparinn var að taka þátt í Puffin Run sem fram fór í Vestmannaeyjum í dag. Hlauparinn var fluttur til aðhlynningar.

Innlent

Ríf­lega sjö hundruð manns starfa í ráðu­neytunum

Alls starfa ríflega sjö hundruð manns í ráðuneytum ríkisstjórnar Íslands í dag. Starfsmannafjöldinn er mestur í utanríkisráðuneytinu. Erfitt er að bera saman starfsmannafjölda í öllum ráðuneytum milli ára sökum uppstokkunar á ráðuneytum.

Innlent

Kristján endurkjörinn formaður

Kristján Þórður Snæbjarnarson var endurkjörinn formaður Rafiðnaðarsambands Íslands á tuttugasta þingi sambandsins sem lauk í dag. Einnig var Andri Reyr Haraldsson kjörinn varaformaður, Jakob Tryggvason var kjörinn gjaldkeri og Bára Laxdal Halldórsdóttir ritari.

Innlent

Akureyrarveikin og Covid-19

Það stendur mikið til á Amtsbókasafninu á Akureyri í dag því þar á að fjalla um “Akureyrarveikina” á málþingi en nú eru 75 ár síðan að “Akureyrarveikin” geisaði hér á landi. Sérfræðingar lýsa veikinni svipað og Covid–19.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Karl þriðji Bretakonungur var krýndur við mikilfenglega athöfn í Westminster Abbey, þá fyrstu í sjötíu ár, nú skömmu fyrir hádegi. Þúsundir hafa safnast saman í London til að fylgjast með krýningunni. Íslensk kona sem hitti konunginn fyrir tilviljun í gær lýsir mögnuðu andrúmslofti í borginni. Við fjöllum ítarlega um hina sögulegu krýningarhátíð í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Innlent