Innlent

Látinn laus og ó­víst með fram­haldið

Telma Tómasson skrifar
Þingvörður reynir að fjarlægja karlmanninn af þingpöllunum.
Þingvörður reynir að fjarlægja karlmanninn af þingpöllunum.

Karlmaður af erlendum uppruna sem var með óspektir á þingpöllum Alþingis síðdegis í gær verður leystur úr haldi í dag að loknum yfirheyrslum.

Þetta segir Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri í samtali við fréttastofu. Óvíst sé hvort maðurinn verði sektaður eða ákærður fyrir lætin í gær.

Unnar Már segir að maðurinn hafi verið fjarlægður af pöllunum í gær og svo leitað til viðeigandi stofnunar varðandi aðstoð og til að leggja mat á andlegt atgervi hans. Hann hefur síðan verið í haldi lögreglu en það styttist í annan endann á því varðhaldi.

Unnar Már segir málið á frumstigi rannsóknar.

Fram kom á Vísi fyrr í dag að þingpallarnir á Alþingi eru opnir í dag sem aðra dag meðan á þingfundi stendur.


Tengdar fréttir

Þingpallarnir opnir eins og aðra daga

Skrifstofustjóri Alþingis segir þingpallana opna á Alþingi í dag eins og kveðið sé á um í stjórnarskránni þrátt fyrir óþægilegt atvik síðdegis í gær. Þá þurfti að fjarlægja hælisleitendur af pöllunum sem trufluðu þingstörf.

„Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp“

Birgir Ármansson, forseti Alþingis, segir tilefni til þess að skoða og endurmeta öryggismál á Alþingi í kjölfar atviks sem átti sér stað í dag þar sem lögregla og þingverðir þurftu að fjarlægja mann af þingpöllum Alþingis sem steig yfir handriði þeirra og öskraði að þingmönnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×