Innlent

Leita manns sem fer huldu höfði hér á landi

Árni Sæberg skrifar
Síðast sást til mannsins við Leifsstöð.
Síðast sást til mannsins við Leifsstöð. Vísir

Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir að ná tali af Davit Tsignadze. Talið er að hann fari markvisst huldu höfðu hér á landi.

Í tilkynningu á vef lögreglunnar segir að síðast hafi sést til Tsignadze við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 10. mars síðastliðinn.

„Ekki er talin stafa af honum ógn, en lögreglan telur hann markvisst fara huldu höfði á Íslandi.“

Lögreglan þurfi að ná af honum tali og því sé leitað til almennings. Þeir sem þekkja til mannsins, eða vita hvar hann er að finna eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 444 2200, eða á netfangið sudurnes@logreglan.is.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×