Formúla 1

Svona getur Ver­stappen orðið heims­meistari um helgina

Aron Guðmundsson skrifar
Max Verstappen, ökumaður Red Bull Racing og ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1
Max Verstappen, ökumaður Red Bull Racing og ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 Vísir/Getty

Þrátt fyrir að sex keppnis­helgar séu eftir af yfir­standandi tíma­bili í For­múlu 1 móta­röðinni getur ríkjandi heims­meistari öku­manna, Hollendingurinn Max Ver­stappen sem er öku­maður Red bull Ra­cing, tryggt sér sinn þriðja heims­meistara­titil á ferlinum er For­múla 1 mætir til Katar.

Red Bull Ra­cing hefur nú þegar tryggt sér heims­meistara­titil bíla­smiða árið 2023 og er að­eins tíma­spurs­mál þar til að seinni heims­meistara­titillinn, í flokki öku­manna, full­komni tíma­bilið hjá liðinu.

Ver­stappen, sem hefur borið höfuð og herðar yfir keppi­nauta sína á tíma­bilinu, hefur 177 stiga for­ystu á toppi stiga­keppni öku­manna.

Svo getur vel farið að Ver­stappen verði fyrsti öku­maðurinn í sögu For­múlu 1 til þess að tryggja sér heims­meistara­titilinn í sprett­keppninni sem fram fer í Katar á laugar­daginn kemur.

Jafn­vel þó Perez muni standa uppi sem sigur­vegari í sprett­keppninni þá myndi Ver­stappen tryggja sér heims­meistara­titilinn með því að enda í öðru til sjötta sæti.

En í grunninn mun Ver­stappen tryggja sér heims­meistara­titilinn í Katar ef for­skot hans á toppi stiga­keppni öku­manna á liðs­fé­laga hans Sergio Perez stendur í 146 stigum eða meira eftir keppnis­helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×