Formúla 1

Á­fall fyrir Ferrari: Sainz á leið í að­gerð - Keppir ekki um helgina

Aron Guðmundsson skrifar
Carlos Sainz, ökumaður Formúlu 1 liðs Ferrari verður fjarri góðu gamni í Sádi-Arabíu um helgina
Carlos Sainz, ökumaður Formúlu 1 liðs Ferrari verður fjarri góðu gamni í Sádi-Arabíu um helgina Vísir/Getty

Car­los Sainz, annar öku­manna For­múlu 1 liðs Ferrari, hefur verið greindur með botn­langa­bólgu og þarf að gangast undir að­gerð vegna hennar. Hann mun því ekki aka bíl Ferrari þessa keppnis­helgina.

Frá þessu greinir Ferrari í yfir­lýsingu en í stað Sainz mun þróuna­röku­maðurinn Oli­ver Bear­man þreyta frum­raun sína fyrir þetta sögu­fræga lið í For­múlu 1.

Kepp er á krefjandi götu­braut í Sádi-Arabíu þessa helgina og er um að ræða eina erfiðustu braut keppnis­daga­talsins í For­múlu 1.

Bear­man fær því ansi verðugt verk­efni í hendurnar en tíma­tökur fyrir keppni morgun­dagsins fara fram síðar í dag.

Oli­ver Bear­man er 18 ára gamall breskur öku­maður sem hefur ekið í undir­móta­röðum For­múlu 1 og keppir nú einnig í Formúlu 2 mótaröðinni. 

Hann bar sigur úr býtum í ítölsku út­gáfu For­múlu 4 mótaraðarinnar árið 2021 og stóð einnig uppi sem meistari í ADAC For­múlu 4 móta­röðinni það sama ár.

Það mun mæða mikið á Oliver Bearman (til hægri) um helginaVísir/Getty

Árið 2021 var árið hans Bear­man en eftir árangur sinn í Fomrúlu 4 gerði hann samning við Ferrari öku­mann­sakademíuna.

Í októ­ber ók Bear­man í fyrsta sinn For­múlu 1 bíl ítalska risans í prófunum í Fiora­no á Ítalíu. Þá hefur hann ekið fyrir systur­lið Ferrari, Haas, á æfingum fyrir kapp­aksturinn í Mexíkó á síðasta ári og eftir síðustu keppni 2023 tíma­bilsins ók hann í prófunum fyrir Ferrari í Abu Dhabi.

Um á­fall er að ræða fyrir Car­los Sainz sem heldur nú í að­gerð. Spán­verjinn fór vel af stað og kom sér á verð­launa­pall í fyrstu keppni ársins í Bar­ein um síðustu helgi. Ó­víst er á þessari stundu hversu lengi hann verður frá.

Vodafone Sport er heimili Formúlu 1 á Íslandi. Bein útsending frá tímatökum fyrir Sádi-Arabíu kappskturinn hefst í dag klukkan 16:55. Kappaksturinn sjálfur er síðan sýndur í beinni útsendingu klukkan hálf fimm á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×