Íslenski boltinn

Fréttamynd

Osasuna í úrslit bikarkeppninnar

Osasuna komst í gærkvöld í úrslit í spænsku bikarkeppninni í knattspyrnu þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Atletico Madrid í síðari leik liðanna, en Osasuna vann fyrri leikinn með einu marki gegn engu og mætir Real Betis í úrslitum.

Sport
Fréttamynd

Stutt í endalok ferils Zidanes

Knattspyrnusnillingurinn Zinedine Zidane segir að svo geti farið að hann leggi skóna á hilluna áður en samningur hans við Real Madríd rennur út árið 2007. Hann segir alveg ljóst að hann hætti knattspyrnuiðkun þegar samningurinn rennur út en svo geti farið að styttra væri í það.

Sport
Fréttamynd

Sevilla á eftir Luis Fabiano

Spænska liðið Sevilla eru komnir í kapphlaupið um brasilíska framherjann Luis Fabiano hjá Porto ef marka má fréttir frá Portúgal.

Sport
Fréttamynd

Beckham meiddur

David Beckham meiddist á æfingu og gæti misst af leik Real Madrid gegn Sevilla á laugardaginn. Hinn þrítugi enski landsliðsfyrirliði, sem hefur verið í fínu formi að undanförnu, gat ekki æft í dag né í gær.

Sport
Fréttamynd

Pearce áfram með Man City

Manchester City hefur ráðið Stuart Pearce sem framkvæmdastjóra félagsins. Þessi fyrrum landsliðsfyrirliði Englendinga er 43 ára og hefur stýrt liðinu síðan Kevin Keegan hætti fyrir tveim mánuðum síðan. Undir hans stjórn hefur liðinu gengið vel og eru sem stendur í áttunda sæti og eiga góðan möguleika á Uefa sæti.

Sport
Fréttamynd

Smicer aftur til Lens?

Vladimir Smicer, leikmaður Liverpool, segist vera að íhuga flutnig aftur til franska liðsins Lens, en Smicer mun nær örugglega yfirgefa Liverpool í sumar þegar samningur hans rennur út.

Sport
Fréttamynd

Eriksson velur landsliðið

Sven Goran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, hefur valið 22-manna hóp sem spilar í Bandaríkjunum í lok maí. Athygli vekur að Scott Carson, markvörður Liverpool og Peter Crouch, sóknarmaður Southampton, eru í hópnum.

Sport
Fréttamynd

Maniche og Costinha til Moskvu

Porto hefur samþykkt að selja portúgölsku landsliðamennina Maniche og Costinha til rússneska félagsins Dynamo Mokva, en félagið greindi frá þessu í dag.

Sport
Fréttamynd

Henry vill Bergkamp áfram

Thierry Henry hefur sagt að hann vilji að Arsene Wenger hætti öllum vangaveltum um framtíð Hollendingsins Dennis Bergkamp og semji við hann til eins árs.

Sport
Fréttamynd

GLAZER AÐ EIGNAST MAN UTD !!!

Ameríski auðnjöfurinn Malcolm Glazer og eigandi ameríska fótboltaliðsins Tampa Bay Buccaneers, eignaðist í dag meirihluta í Manchester United eftir að hafa keypt 28,7% hlut írsku auðnjöfranna, JP McManus og John Magnier. Glazer sem átti fyrir 28.1% í félaginu á því nú samtals 56.8% í félaginu eða ráðandi hlut. Þetta er mikið áfall fyrir stuðnigsmenn Man Utd.

Sport
Fréttamynd

Baros þögull um Everton

Milan Baros, sóknarmaður Liverpool, vildi í dag ekki tjá sig um þann orðróm að hann muni færa sig um set í Liverpool borg í sumar og skrifa undir hjá Everton. Tékkneski landsliðsframherjinn mun líklega yfirgefa Liverpool í sumar og verður nú æ háværari sá orðrómur að Everton sé hans næsti áfangastaður.

Sport
Fréttamynd

Glazer kaupir og kaupir

Malcolm Glazer nálgast nú óðfluga þann 75% hlut í Man Utd sem til þarf svo hann geti bundið um alla lausa enda við yfirtöku á þessu ríkasta knattspyrnufélagi heims. Glazer hefur nú eignast samtals 63.25% hlut í Man Utd en hann lagði í dag inn tilboð upp á 690 milljónir punda fyrir félagið. Það stefnir því í að Man Utd verði orðið að amerísku hlutafélagi innan klukkustunda.

Sport
Fréttamynd

Ætla að kveðja með titli

Besti leikmaður Landsbankadeildarinnar í fyrra, Heimir Guðjónsson, ætlar að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið og er staðráðinn í að kveðja með stæl.

Sport
Fréttamynd

Veigar skoraði fernu í bikarnum

Veigar Páll Gunnarsson skoraði fernu fyrir Stabæk í norska bikarnum í kvöld en Stabæk-liðið vann þá 7-0 sigur á Fossum í 1. umferð norsku bikarkeppninnar. Haraldur Freyr Guðmundsson var einnig á markaskónum með Álasund sem vann Hareid 4-0. Engin óvænt úrslit voru í þessarri fyrstu umferð og öll lið úrvalsdeildarinnar komust klakklaust áfram.

Sport
Fréttamynd

Galatasaray bikarmeistari

Galatasaray tryggði sér í kvöld tyrkneska bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu eftir stórsigur á nágrönnum sínum í Fenerbahce, 5-1. Leikurinn fór fram Ólympíuleikvanginum í Aþenu sem mun hýsa úrslitaleik Meistaradeildarinnar milli AC Milan og Liverpool en hann tekur 80.000 manns í sæti. Aðeins 18.000 áhorfendur treystu sér þó á völlinn í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Fótbrotinn en skoraði samt

Jason Roberts, sóknarmaður Wigan, skaut liði sínu fótbrotinn í hóp þeirra bestu á Englandi. Liðið leikur í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð í fyrsta sinn í sögu sinni. Roberts skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3-1 sigri á Reading síðasta laugardag.

Sport
Fréttamynd

Leeds vill Heiðar

Enska blaðið <em>The Mirror</em> greinir frá því í morgun að 1. deildarliðið Leeds United vilji kaupa landsliðsmanninn Heiðar Helguson frá Watford á eina milljón sterlingspunda eða rúmlega 120 milljónir íslenskra króna.

Sport
Fréttamynd

Orðaður við Leeds en er sáttur

Í enskum fjölmiðlum í gær var sagt frá því að Leeds United ætlaði að bjóða rúmar 120 milljónir króna í íslenska landsliðsmanninn Heiðar Helguson. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Heiðar reikna með að vera áfram í herbúðum Watford.

Sport
Fréttamynd

Arsenal 7 - Everton 0

Arsenal fór hamförum og gjörsamlega niðurlægði Meistaradeildarnýliðana í Everton með 7-0 sigri í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þar sem Dennis Bergkamp fór á kostum, lagði upp nokkur markanna og skoraði eitt.  Staðan í hálfleik var 3-0.

Sport
Fréttamynd

Guðjóni hefur fengið verri spá

Guðjóni Þórðarsyni og lærisveinum hans hjá Keflavík er spáð sjötta sæti Landsbankadeildarinnar í ár af kollegum þeirra í deildinni. Er þetta með því lægsta sem Guðjóni hefur verið spáð hingað til á hans þjálfaraferli, en þó ekki það allra lægsta.

Sport
Fréttamynd

Man Utd hyggst opna spilavíti

Flest bendir nú til þess að spilavíti verði opnað í nágrenni við Old Trafford, heimavöll Manchester United. Stjórn þessa ríkasta knattspyrnufálgs í heimi hefur ásamt bandarísku spilavítasamsteypunni Las Vegas Sands sótt um leyfi fyrir byggingu glæsibygginga sem innihalda 5 stjörnu hótel með spilavítum, veitingastöðum og heilsulind í nágrenni vallarins.

Sport
Fréttamynd

Terry farinn í sumarfrí

Fyrirliði Chelsea, John Terry er farinn í snemmbúið sumarfrí og mun eyða megninu af því við að jafna sig eftir aðgerð. Terry er meiddur á tá og mun gangast undir aðgerð á henni nú í vikunni. Hann mun því fyrir vikið ekki aðeins missa af síðustu 2 leikjum Chelsea í deildinni gegn Man Utd og Newcastle heldur einnig æfingaferð liðsins til Kóreu.

Sport
Fréttamynd

Kvikmynd væntanleg um Real Madrid

Spænska knattspyrnustórveldið Real Madrid gefur á næstu dögum út fyrstu kvikmyndina í fullri lengd um félagið. Myndin sem ber titilinn "Real, The Movie" verður kynnt í nokkrum löndum í sumar á ferðalagi liðsins um heiminn. Myndin skiptist bæði í leikna og raunverulega kafla úr herbúðum liðsins.

Sport
Fréttamynd

Owen ráðleggur Liverpool

Enski landsliðsmaðurinn Michael Owen hjá Real Madrid, sem áður lék með Liverpool, hefur hvatt sína gömlu félaga sína til að einbeita sér að því að reyna að vinna meistaradeildina í stað þess að vera að þrátta um þáttökurétt sinn á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Sigur hjá Kára og Djurgården

Djurgården vann Gefle 3-1 í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær, en Kári Árnason lék með Djugården. Hjálmar Jónsson var í liði Gautaborgar sem gerði markalaust jafntefli við Kalmar og Pétur Hafliði Marteinsson var í liði Hammarby sem tapaði á útivelli fyrir Helsingborg, 2-1.

Sport
Fréttamynd

FH-ingar mæta sterkir til leiks

FH vann Keflvíkinga 2-0, í Meistarakeppni KSÍ í gær og það án dönsku leikmannanna þriggja. Þrátt fyrir það voru FH-ingar mjög sterkir og greinilega með mannskapinn í meistaralið í deildinni í sumar.

Sport
Fréttamynd

Tvö mörk komin hjá Man Utd&Chelsea

Staðan í leik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er 1-1 í hálfleik en leikurinn hófst kl. 19.00. Ruud van Nistelrooy kom heimamönnum yfir á 8. mínútu en Cardoso Tiago jafnaði fyrir Chelsea á 17. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunaliði Chelsea og að þessu sinni leikur hann einn í sókninni.

Sport
Fréttamynd

Brann lagði Fredriksstad

Brann sigraði Fredriksstad í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með þremur mörkum gegn tveimur í gær. Brann er í þriðja sæti í deildinni með 10 stig, en Ólafur Örn Bjarnson var í byrjunarliði Brann.

Sport
Fréttamynd

Eiður búinn að skora gegn Man Utd

Eiður Smári Guðjohnsen er búinn að skora og koma Chelsea í 1-2 gegn Man Utd á Old Trafford. Markið kom á 61. mínútu þegar Eiður fékk sendingu inn fyrir vörn heimamanna á Old Trafford og komst einn á moti Roy Carroll markverði Man Utd.

Sport
Fréttamynd

Chelsea sló stigametið

Chelsea bar í kvöld sigurorð af Man Utd, 1-3 í næst síðasta leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Þar með hefur Chelsea slegið stigamet í deildinni, er með 94 stig en fyrra metið átti Man Utd sem voru 92 stig. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eitt marka Chelsea í kvöld þegar hann kom sínum mönnum yfir, 2-1.

Sport