Íslenski boltinn

Fréttamynd

ONeill að hætta með Celtic

Martin ONeill, framkvæmdastjóri Celtic, er sagður ætla að tilkynna á næstu dögum afsögn sína. Geraldine, kona Martin, er víst mjög veik og er það ástæða þess að hinn 53-ára gamli Norður Íri ætlar að víkja.

Sport
Fréttamynd

Rush var hetja Shevchenko

Framherji AC Milan, Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko, hefur sagt frá því að ein af hetjum hans síðan hann var polli sé ein af goðsögnum Liverpool, Ian Rush. Þetta segir Shevchenko aðeins tveimur dögum fyrir úrslitlaleik Meistaradeildarinnar á milli AC Milan og Liverpool.

Sport
Fréttamynd

Macken til Palace

Jon Macken, framherji Manchester City, mun að öllum líkindum yfirgefa félagið á næstu dögum og skrifa undir hjá Crystal Palace.

Sport
Fréttamynd

Sætt hjá Rangers

Liði Glasgow Rangers barst hjálp úr óvæntri átt í gær þegar liðið tryggði sér skoska meistaratitilinn á elleftu stundu. Rangers vann 1-0 sigur á Hibernian í Edinborg, en það var lið Motherwell sem tryggði Rangers titilinn.

Sport
Fréttamynd

Hættir Wenger eftir tvö ár?

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gaf sterklega í skyn eftir sigurinn á Manchester United í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í gær í vítaspyrnukeppni að hann ætli að hætta hjá félaginu eftir tvö ár þegar Arsenal flytur yfir á nýjan heimavöll félagsins, Ashburton Grove.

Sport
Fréttamynd

Viljandi gult hjá Beckham?

Real Madrid og Atletico Madrid gerðu markalaust jafntefli í fremur bragðdaufum nágrannaslag í spænsku úrvalsdeildinni. David Beckham krækti sér í gult spjald í leiknum og það viljandi að talið er því hann verður í leikbanni í lokaumferðinni og getur því farið með enska landsliðinu til Bandaríkjanna um næstu helgi.

Sport
Fréttamynd

Rangers skoskir meistarar

Glasgow Celtic missti af skoska meistaratitlinum í knattspyrnu á dramatískan hátt í dag og Glasgow Rangers hömpuðu titlinum þar sem tvö mörk á lokamínútunum réðu niðurstöðu skosku úrvalsdeildarinnar. Á sama tíma unnu Rangers 0-1 útisigur á Hibernian og ljúka keppni efst með 93 stig en Celtic 92.

Sport
Fréttamynd

ARSENAL BIKARMEISTARI

Arsenal tryggði sér enska bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu í dag eftir 5-4 sigur á Man Utd í vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 0-0. Patrick Vieira skoraði sigurmarkið úr síðustu vítaspyrnunni. Paul Scholes misnotaði einu vítaspyrnu Man Utd sem Jens Lehman markvörður varði en hann fór á kostum í markinu.

Sport
Fréttamynd

Markalaust hjá Man Utd og Arsenal

Staðan í hálfleik er 0-0 hjá Arsenal og Manchester United í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu en leikið er á Þúsaldarleikvanginum í Cardiff. Man Utd hefur verið sterkari aðilinn í leiknum þar sem Wayne Rooney hefur hreinlega farið á kostum og  leikið vörn Arsenal grátt en hann hefur átt 5 markskot hálfleiknum.

Sport
Fréttamynd

Framlengt hjá Man Utd og Arsenal

Úrslitaleikur Manchester United og Arsenal í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu fer í framlengingu en staðan að loknum venjulegum leiktíma er 0-0. Man Utd hefur stjórnað leiknum að mestu frá upphafi og yfirburðir liðsins verulegir. Man Utd hefur verið 56% með boltann og átt 19 skot að marki Arsenal sem hafa átt 5 markskot.

Sport
Fréttamynd

Þórður neyðist til að hætta

Markmaður ÍA í Landsbankadeildinni í fótbolta, Þórður Þórðarson, hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna vegna veikinda.</font /> </b />

Sport
Fréttamynd

Guðjón fer sínar eigin leiðir

Mark Stallard, leikmaður Notts County sem var lánaður til Barnsley á þeim tíma sem Guðjóns Þórðarsonar var við stjórnvölinn hjá félaginu hefur varað samherja sína við starfsaðferðum Guðjóns. Stallard segir Guðjón vera sannkallaðan harðstjóra en að hann sé jafnframt sanngjarn.

Sport
Fréttamynd

Vítaspyrnukeppni í Cardiff

Úrslitaleikur Man Utd og Arsenal fer í vítaspyrnukeppni en að lokinni framlengingu er staðan ennþá 0-0. Leikurinn hefur verið einstaklega fjörugur þrátt fyrir markaleysið því Man Utd hefur átt 27 markskot á móti sjö Arsenal manna. Jose Antonio Reyes leikmaður Arsenal fékk rauða spjaldið á lokasekúndu framlengingarinnar þegar hann fékk sitt annað gula spjald.

Sport
Fréttamynd

Gríðarleg spenna í loftinu

Arsenal og Manchester United mætast í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í dag klukkan tvö en gríðarleg spenna er í loftinu fyrir leikinn. Þetta er fimmti og síðasti úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar sem fram fer á Þúsaldarvellinum í Cardiff.

Sport
Fréttamynd

Davies til Everton

Meistaradeildarnýliðar Everton hafa tryggt sér öflugan liðsauka fyrir næsta tímabil en félagið hefur gengið á kaupum á miðjumanninum Simon Davies frá Tottenham. Kaupverðið er talið vera um 4 mlljónir punda sem jafngildir um 480 milljónum íslenskra króna.

Sport
Fréttamynd

Liverpool til Japans í sumar

Liverpool tilkynnti í dag að félagið myndi ferðast til Asíu, nánar tiltekið til Japans, og spila þar tvo leiki í sumar. Liðið mun spila gegn Shimizu S Pulse 27. júlí og gegn Kashima Antlers þremur dögum síðar.

Sport
Fréttamynd

Ljungberg fór í alnæmispróf

Sænski landsliðsmaðurinn Fredrik Ljungberg hefur lengi fundið fyrir verkjum í mjöðminni. Í fyrstu hélt hann að gömul meiðsli hefðu tekið sig upp. Þá óttaðist hann í tvær vikur að hann hefði krabbamein og fór einnig í alnæmispróf.

Sport
Fréttamynd

Juventus ítalskur meistari

Juventus varð í kvöld ítalskur meistari í knattspyrnu, án þess þó að stíga fæti inná leikvöll. Ástæða þess er 3-3 jafntefli AC Milan gegn Palermo á heimavelli sínum San Siro.

Sport
Fréttamynd

Stuðningsmenn United svartklæddir

Stuðningsmenn Manchester United ætla að mæta svartklæddir á bikarúrslitaleikinn gegn Arsenal á morgun. Með því ætla þeir að lýsa sorg sinni með yfirtöku auðkýfingsins Malcolms Glazers á félaginu.

Sport
Fréttamynd

Mutu aftur í landsliðið

Fyrrum framherji Chelsea, Rúmeninn Adrian Mutu, hefur verið kallaður í landsliðshópinn á ný fyrir leikina gegn Hollandi og Armeníu í undankeppni heimsmeistaramótsins í næsta mánuði.

Sport
Fréttamynd

Sir Alex stjórnar til 2008

Sir Alex Ferguson ætlar sér að vera knattspyrnustjóri Manchester Utd til ársins 2008. Þetta segir Ryan Giggs, leikmaður félagsins, sem skrifaði undir nýjan samning fyrir skömmu. Giggs upplýsir að Ferguson hefði sagt sér þetta í aðdraganda samningsgerðarinnar.

Sport
Fréttamynd

Capello slær met

Fabio Capello, stjóri Juventus, varð í kvöld fyrsti stjórinn í sögu ítalska boltanns til að vinna ítalska meistaratitilinn með liðum úr þrem borgum. Hann hafði áður unnið fjóra titla í Mílan og einn í Róm, og í kvöld bættist Tórínó við, en þaðan kemur einmitt Juventus.

Sport
Fréttamynd

Neville með á morgun?

Nú er allt útlit fyrir að Gary Neville nái að hrista af sér meiðslin og spila með Manchester United gegn Arsenal í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar sem fram fer á morgun.

Sport
Fréttamynd

Ásthildur aftur í landsliðið

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A-andsliðs kvenna, hefur valið leikmannahóp Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Skotum, sem fram fer á McDiarmid Park í Perth 25. maí næstkomandi.

Sport
Fréttamynd

Simon Davies til Everton

Enska úrvaldsdeildarliðið Everton er við það að kaupa simon Davies frá Tottenham eftir að liðin náðu samkomulagi um 4 milljón punda kaupverð.

Sport
Fréttamynd

Jose Mari vill fá Abbiati

Spænski framherjinn hjá Villarreal, Jose Mari, hefur skorað á félagið að fá varamarkvörð AC Milan, Cristiano Abbiati, til liðs við félagið. Villarreal er á höttunum eftir nýjum markverði þar sem Jose Reina, núverandi markvörður þeirra, mun að öllum líkindum skrifa undir hjá Liverpool í sumar.

Sport
Fréttamynd

Riise tilbúinn að urra í Istanbul

John Arne Riise, leikmaður Liverpool, hefur sent AC Milan aðvörun um að leikmenn Liverpool séu tilbúnir ,,vinna eins og ljón og berjast eins og tígrar" í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á miðvikudaginn kemur.

Sport
Fréttamynd

Aukið fé í rússneska boltanum

Einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar að rússnesk fótboltalið myndu borga háar fjárhæðir fyrir fótboltamenn. En heimsmyndin er greinilega að breytast. CSKA sem varð Evrópumeistari félagsliða í gærkvöldi eftir 3-1 sigur á Sporting í úrslitum gerði nýlega 54 milljóna dollara, 3,5 milljarða króna, samning við rússneska olíufyrirtækið Sibnefnt.

Sport